Morgunn - 01.12.1921, Síða 93
MORGUNN
213
vandasömustu, sem mennirnir hafa fengist við á öllum
öldum. Hinn ákveðni dómur hans um alt það, er hon-
um virtist rotið, gætni hans í dómum sínum um það,
sem vafa8amt er, hiu hreinskilna viðurkenning á öllu
því er bæði honum og fjölmörgum öðrum virtist ómót-
mælanleg sönnun þess möguleika, að liðnir menn ættu
vitsmuna-samband við lifendur á jörðu hér, vann hylli
áheyrenda hans hvort sem þeir trúðu eða trúðu ekki —
Jeg var svo heppinn að fá tækifæri til að tala við hann
nokkrar mínútur eftir miðdagsverðinn og árangur þess
samtals varð sá, að eg gerðist meðlimur A. S. R. F.
(Ameríska Sálarrannsóknafélagsins) og fekk timarit félags-
ins. Hyslop var ritstjóri þess. —
Eg hitti Dr. Hyslop nokkrum sinnum eftir þetta, en
aldrei gafst okkur tækifæri til ítarlegs samtals, fyr en
síðastliðið sumar, er eg hitti hann í sumarbústað sinum í
Adirondacks’. Þá var hann líkamlega sjúkur, en andi
hans var hress og fjörugur sem áður. Við ræddum um
hinn stórfelda áhuga á rannsókn dularfullra íyrirbrigða,
sem stríðið hafði vakið og hinn skyndilega dauða miljóna
manna ásamt þrá þeirra lifenda, sem eftir væru, til að
öðlast eitthvert merki þess, að ástviuirnir, sem höfðu
fórnað sjálfum sér lifðu. Enn fremur ræddum við um
nýjar og gamlar bækur um lífið eftir dauðann, og var
hann ekki jafn sannfærður um áreiðanleika þeirra allra.
Mig undraði það mjög að hann skyldi ekki þekkja
hinar markvei’ðu sálarrannsóknir Carls Schurz’s eftir
borgarstríðið, sem sagt er frá í minningar-ritum hana er
gefin voru út fyrir nokkurum árum.
Fyrir þann mann, sem áhuga hefir á sálarrannsókn-
um eru þessar tilraunir ef til vill einhverjar hinar allra
bestu skjallegu sannanir um vitsmuna-sambönd við anda-
lieiminn er hingað til hefir verið getið. Hinn valinkunni
Carl Schurz, sem var þingmaður efri þingdeildar, um eitt
skeið innanrikis-ráðherra, hermaður, föðurlandsvinur, einn
af hinum gætnustu stjórnfræðingum Ameriku, djúpsær