Morgunn - 01.12.1921, Side 102
222
M 0 R G- U N N
æsku, og altaf það sama; hún settist á stólinn og leit út
um gluggann. Hún kallaði þetta bæinn sinn.
Þegar konan mín var komin nokkuð yíir tvítugt, fór
sjón hennar að hnigna; þá dreymdi hana sjaldnar og
sjaldnar draumhúsið sitt. Urn þrítugs aldur, eða um 1876
{f. 1845) var hún búin að missa svo sjón, að hún þekti
ekki fólk, ef það var ekki alveg hjá henni en hafði upp-
haflega mjög skarpa sjón. Árið 1877 fór hún til Kaup-
mannahafnar að fá bót á sjónleysi sínu, en læknar þar
sögðu að hún hefði komið of snemma, mætti ekki koma,
raeðan hún sæi flngra skil, þegar hún bæri höndina fyrir
sólar- eða ljósbirtu. Hún var ákaflega sjóveik á ferðinni
til Hafnar og á heimleiðinni, og hélt hún áræddi ekki
að fara aftur.
Sumarið 1891 fór eg með konuna mína suður á
Akranes, til þess ef verða mætti að Björn læknir Ólafs-
son, sem þá var á Akranesi og fékst við augnalækning-
ar, gæti bætt sjónleysi hennar. Björn læknir var þá til
heimilis hjá Guðmundi kaupmanni Ottesen, er bjó í svo
nefndu »Krosshúsi«. Fékk eg þar loftherbergi handa
henni til íbúðar.
Björn læknir skar upp bæði augun, og lá hún með
bundið fyrir þau í 11 eða 12 daga. Þegar læknirinn tók
frá augunum og hún fór að Uta kringum sig, þekti hún
herbergið, sem hún var i, þó að hún hefði aldrei komið
áður á Akranes. Þetta var draumbærinn hennar gamii,
sem hana hafði aldrei dreymt frá 1876 .og þar til vet-
urinn 1890, er hana dreymdi hann einu sinni, og þótti
þenni þá húsið vera svo rykugt, að hún sá sporin sín,
þegar hún leit við á ganginum. Þóttist hún þá segja við
sjálfa sig: »Það er auðséð, að það er langt síðan hér hefir
verið komið*. Og hún angraðist i svefninum yflr því að
bærinn hennar var svo 'illa hirtur. — Það stóð heima
með grænu flötina fyrir utan gluggann. Hún var túnið
hans Hallgrims heit. hreppstjóra i Guðrúnarkoti. Konan
mín vonar að sjónin, sem hún fékk 1891, endist meðan