Morgunn - 01.12.1921, Qupperneq 105
MORGUNN
226
báðir fannhvít segl, einkum 8á er fjær landi var. Ekki
man eg neitt frekar um þann sem fyr fór, en hinn, sem
á eftir honum var, fekk á sig þá afar-ferð, er eg þóttist
aldrei hafa séð slíka á nokkru skipi, því að það var nær
því sem fugl flygi. En þegar hann var nærri kominn að
landi, 8takst hann niður á framkinnunginn og á hvolf
með sama. Þóttist eg þá hlaupa niður bakkann og fram
á sandinn til fólksins, sem þar var. Er þá einn maður-
inn af bátnum kominn á land. Spurði eg þá þetta fólk,
hver það væri, sem á land hefði komist, og var mér þá
svarað, að það væri formaðurinn. Spurði eg þá aftur
hver væri formaðurinn, og mér var svarað, að það væri
»hann Eyjólfur«. Enn fremur spurði eg, hvað hefði orðið
af háeetunum og hvað margir þeir hefðu verið, og var
mér svarað því, að þeir hefðu verið »6 og allir orðið að
selum«. Er svo draumurinn á enda.
Næsta haust var svo ákveðið, að eg færi um vetur-
inn til sjóróðra undir Snæfellsjökli,. og af því að það lá í
grun mínum, að þessi draumur kæmi fram, þá bjóst eg
við að verða þar sem landslag væri líkt því er i draumn-
um var. En því fór fjarri. Lending sú, sem eg »reric
frá, var stórgrýtt vík og enginn hár bakki, og sneri móti
■norðaustri og ekkert bar þar til tíðiuda, fyr en komið var
að páskum; þá fór formaður minn, Guðmundur Gislason
frá Purkey, heim til sín, sem fleiri, en eg kom mér á
Bkip hjá öðrum formanni, som Oddgeir OddgeirBSon hét.
Þá var það einn daginn, sem eg fór á sjó með honum,
að veður var þannig: Hafvestan hæglætisgola, er heldur
jókst, þegar fram á daginn kom, og um leið jókst sjávar-
aldan mun meira en vindurinn. Fiskfæð var og vorum
við því stutta stund við lóðirnar og héldum svo í land,
«n þegar að lendingarstaðnum, Keflavík, kom, þótti hann
«kki árennilegur vegna brims, og var þvi afráðið að fara
út á Sand, þar sem þótti þó mýkra viðkomu.
Okkur gekk vel að lenda þar, þvi að stjórnari var
góður og brimið þá ekki orðið upp á það mesta. Við