Morgunn - 01.12.1921, Side 112
232
MORGUNN
stund. — Meðan þessu fór fram, þá lá eg sem fastast
upp við þilið tii þess að koma ekki við þær, því eg
hugsaði mér að varast það, að þeim gæti þótt nokkuð-
við mig. En þó langaði mig mikið til að snerta þennan
leiftrandi klæðnað. Eg tók því lauslega tveim fingrum
utan um jaðar á sjali. Eg fann að vísu sjalið mjög lin-
lega milli góma minna, en um leið færðist stúlkan með
sjalið undan hendinni, svo að eg fann vel, að hún vissi
að eg snerti það. —
En hvað höfðu nú stúlkurnar á höfðum sér? Það
var nú enginn hversdags-klæðnaður. Það voru húfur,
riðnar af tágum; voru þær mógular að lit, rétt eins og
tágar, sem sól og vindur þurkar, en þær voru svo gljá-
andi póleraðar, að sjónin gat ekki stöðvað sig á þeim.
Tví- og þrí-lagðar voru tágarnar og lágu allar fram og
aftur með vanganum. Var húfan mjög þykk og var sem
askja eftir höfðinu. Hafði eg nú mjög mikla fýsn til að-
snerta þetta leiftrandi höfuðdjásn, en sem áður þurfti eg
að varast að misbjóða þessum vitrunar verum; en fræðslu-
girndin réð nú samt, svo að eg tók þumal- og vísifingur
utan um hæstberandi tágarlegginn á einni húfunni. Eann
eg þá vel að leggurinn var á milli góma minna, en sem
áður vÍ8si 8Ú, sem húfuna bar, að eg snerti hana, þó að
hún sneri við mér bakinu og ýtti sér heldur frá, enda
slepti eg þá þegar.
Nú sem þetta er búið, þá rétta allar stúlkurnar sig
við í sæti sínu, og eins hinar, sem á móti sátu, en fólkið
á gólfinu hreyfði sig lítið þann tíma. Næst þessu standa
allar stúlkurnar á fætur. Fer nú alt á hreyfing á gólfinu
og jafnframt gengur það nú fram úr húsinu, þar til eng--
in er eftir inni. — Leið nú stundarkorn, þar til fólkið
kemur inn í húsið aftur og fyllir það jafnt sem áður.
Enn sveimar það um húsið litla stund, þar til stúlkur
setjast á báða rúmstokka eins og áður, en karlmenn og
sumar stúlkur sveima á gólfinu rétt sem í fyrra sinn. —
Varð nú þessi seta og tilhögun að öllu leyti eins og sú.