Morgunn


Morgunn - 01.06.1937, Page 19

Morgunn - 01.06.1937, Page 19
MORGUNN 13 engin. Menn fylgdu ekki Jesú fremur en þeir höfðu áður gert. Hjá öllum þorranum gufaði æsingin burt, jafnskjótt sem út af samkomunum var komið, og hugarfarsbreyting- arinnar sáust ekki meiri merki en reyksins, sem komið hafði upp úr strompunum árinu áður. En til voru þeir menn, sem fyrir þessar vakningar urðu útglentir af and- legum hroka, ímyndunum um eigið ágæti og þakklæti fyrir það, að þeir væru betri en aðrir menn, og ekki eins og þessi tollheimtumaður. í einni kirkjudeildinni komu upp samskonar áhyggjur út af kristni Vestur-lslendinga eins og Hallesby ber nú í brjósti út af kristninni hér á landi. Um það var ritað, að hún væri ekki annað en líflaust form og sérstaklega tekið fram, hve síra Jón Bjarnason væri „óevangeliskur“ prédikari. Þessum hálf-heiðnu mönn- um varð að hjálpa. Það var kristileg nauðsyn, að biðja fyrir þeim og senda þeim vakningu. Svo voru sendir á þá gífurlega vakandi menn, sem alt af voru með ritningar- greinar og bænarorð á vörunum. Dálítil kirkja var reist fyrir þessa hákristilegu starfsemi, sem átti að bjarga Vestur-íslendingum frá óförunum annars heims, sem hald- ið var fast að mönnum, að væri í vændum, ef háttalagi síra Jóns Bjarnasonar væri haldið áfram — manns, sem aldrei hefði tekið sinnaskiptum. Til voru svo lítilsigldar sálir, að þær trúðu því, að af því að þessi vakning var runnin frá enskumælandi mönn- um og henni stjórnað af þeim, þá hlyti að vera í henni meiri speki en nokkur íslenzkur heili gæti búið yfir. En þær sálir voru fáar. íslendings-eðlið, sem jafnan hefir ver- ið fráhverft trúaræsingum, sagði til sín. Langflestum Is- lendingum fanst þetta vakningarbrask eintóm vitleysa, sem það líka var, og höfðu óbeit á því. Mér er ekki grun- laust um, að eitthvað líkt kynni að fara, ef farið væri að stofna til norskrar trúarvakningar hér með oss. En við þurfum hvorki að fara til Noregs né Vestur- heims til þess að gera oss hugmynd um, að trúarvakning- arnar séu ekki að sjálfsögðu eingöngu eftirsóknar verðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.