Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 83
MORGUNN
77
var hægri hönd mín; leit eg á blóðugan stúfinn á hand-
leggnum, en höndina sá eg hvergi.
Draumar þessir lögðust mjög þungt á mig, og varð
eg þeirri stundu fegnastur, þegar eg komst heim til mín,
og hitti þá alla vel fríska. Enga af þessum draumum réð
eg á þann veg, sem þeir hafa áreiðanlega átt að boða
mér. Eg hafði einhvernveginn bitið mig fast í það, að eg
mundi fara héðan á undan konu minni. Og var það mest
vegna þess, að hún var ákaflega berdreymin, eins og eg
áður sagði. Hana dreymdi einu sinni draum, þegar hún
var á 30. aldursári. Henni þótti hún standa efst í stiga og
voru 30 þrep upp og taldi að önnur 30 væri niður hinum
megin; réð hún þennan draum fyrir því, að æfi sín væri
hálfnuð. Og svo fast trúði eg á þennan draum, að eg
trúði því ekki, að eg ætti að missa hana fyr en eg sá augu
hennar bresta. Hún dó af barnsförum 26. maí 1935, að-
eins tæpra 38 ára gömul.
Eg ætla ekki að fara að lýsa hugarástandi mínu um
það leyti og á eftir. Eg svaf ekki, mataðist ekki og enn
síður starfaði eg neitt. Eg bara lá og mændi út í þegjandi
geiminn. Trú mín á guð sem a 1 g ó ð a veru hrundi til
grunna. Mér fanst eg vita að hann væri til. — Hafið þið
lesið það, sem Jóh. Bojer lætur Pétur segja í Insta þráin?
Þar sem hann lætur hann hrópa í örvæntingu sinni: „Guð
minn, djöfullinn þinn“. Þetta er skáldskapur, en hrein-
asti veruleiki samt, að svona geta menn orðið, sem í eðli
sínu og hugsun eru guðstrúarmenn, en skilja ekki rétt-
lætið í tilverunni.
Eg veit ekki hvernig á því stóð, að einn dag fór eg
mér til afþreyingar að blaða í bókum, án þess þó að lesa
neitt. Eg rakst þar á „Líf og dauða“ eftir E. H. Kvaran.
Eg fór að lesa. Og las alla bókina. Líklega er þetta eins
og alt annað lýgi og blekking, tautaði eg við sjálfan mig.
En eg byrjaði þó strax aftur á bókinni, þegar eg var bú-
inn með hana. Og eg las hana aftur og aftur. Eg fór að
leita, hvort eg ætti ekki fleiri slíkar bækur. Jú, eg átti