Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 82
76
MORGÖNN
Nú liðu mörg ár. Og þrátt fyrir það, þótt heilsa mín
væri altaf frekar veil, þá leið mér þó mjög vel; eg var
hamingjusamur. Konan var mér alt í senn, systir, ágætur
félagi, eiginkona og móðir eins góð og bezt verður á
kosið. Eg held bara að eg hafi ekki hugsað ólíkt og Guð-
mundur Hagalín lætur Kristínu gömlu í Hamravík segja:
Að trúlega mundi nú honum þarna uppi ekki finnast van-
þörf á því að bæta mér það eitthvað, sem eg misti heils-
una á unga aldri. Sem sagt eg var ákaflega ánægður og
alsáttur við hann og tilveruna í heild sinni. Því þótt guð-
spekin hefði kent mér (eða sýnt mér fram á) að afleiðing
væri í sambandi við einhverja orsök, þá átti eg þó bágt
með að losa mig við forlagatrúna. Og gat eiginlega aldrei
í einlægni talið mig minnar eigin hamingju eða óham-
ingju smið. Mér fanst altaf á bak við alt hlyti þó að
standa eitthvert afl, sem hefði valdið og notaði það á
stundum. Endurholdgunar kenningin hafði aldrei fest
rætur hjá mér. Þótt eg í annan stað játaði, að mér fynd-
ist hún ekki ósennileg.
Eg hefi aldrei draumspakur verið og mig hefir
sjaldan dreymt neitt, sem mér hefir fundist annað en
rugl að undanteknum draumnum, er eg las yður áðan.
En veturinn 1935 brá svo við, að mig fór að dreyma þrá-
láta drauma. Eg dvaldi í Reykjavík á meðan þing stóð
yfir þann vetur seinnipartinn. Eina nótt dreymir mig, að
mér þótti eg koma heim til mín í Hergilsey. Sá eg þá að
bærinn minn var hruninn til grunna og lá víða brakið
úti um alt tún, Ekki var þessi draumur lengri. Aftur
dreymdi mig, að eg þóttist koma heim. Þegar eg geng
frá sjónum heim að bænum, finn eg tvö yngstu börnin
mín þar á leiðinni og þótti mér þau vera ísköld; eg tók
þau í faðm minn og fór að reyna að verma þau með því
að anda á þau. Svo þótti mér við koma heim en þá brá
svo undarlega við, að eg sá móður þeirra hvergi. Ekki
var þessi draumur lengri. Enn dreymdi mig, að afhöggin