Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 109
MORGUNN
103
verður þá sá þáttur þessa erindis, sem um hana fjallar
ef til vill þreytandi endurtekning á kunnu efni.
Annað vil eg og strax taka fram:
Þessi frásögn rithöfundarins felur ekki í sér neín-
ar beinar sannanir framhaldslífsins. Hann telur sig hafa,
með einhverjum óskýranlegum hætti, séð eða komið inn
á eitthvei’t svið tilverunnar, sem stendur utan við okkar
heim, án þess þó, að hann geti fært öðrum sannanir fyr-
ir að svo hafi verið.
Þessi maður heitir Billian Dulley Pelley. Og um upp-
vöxt sinn og skoðanir hefir hann látið þessa getið:
Faðir hans var meþódistaprestur og hélt syni sínum
undir ströngum trúarlegum aga. Árangur þeirrar við-
leitni varð sá einn, að eftir því, sem drengnum óx aldur
og vitsmunir, varð hann fráhverfari öllum trúarsiðum og
fékk á þeim fyrirlitningu. Fjórtán ára gamall var hann
orðinn eindreginn bolsevikki.
Þegar Pelley tók að fást við ritstörf, notaði hann
hina meðfæddu ritsnild sína til þess að hæðast að helgi-
og trúarsiðum mannanna.
Hann kvæntist ungur og eignaðist börn, og bjó við
sárustu fátækt og eymd. Og með hverju árinu sem leið,
kveðst hann hafa orðið ákveðnari trúleysingi. Nokkrar
sögur ritaði hann á þessum árum, allar um spillingu
mannfélagsins og tíðarandans.
Við missi barna sinna gerðist Pelley enn bölsýnni
en fyr.
I ófriðnum mikla gerðist hann fréttaritari í Aust-
urlöndum, stofnaði þar blað, en varð að hætta útgáfu
þess, vegna fátæktar.
Til Ameríku kom hann svo aftur og fékst enn við
ritstörf og vann m. a. sem blaðamaður. Og að því starfi
var hann, er sá atburður kom fyrir, sem hann skýrir frá.
En þessara fáu atriða úr æfi sinni, sem eg nú hef
nefnt, lætur hann getið, til þess, að lesendum sínum
megi verða nokkuð ljós afstaða hans og skoðanir til