Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 95
MORGUNN
89
það, að mér var áður algerlega ókunnugt um að þessi kven-
maður hefði verið til, hvað þá heldur að eg vissi um barn-
ið eða afdrif hennar sjálfrar.
Jæja, góðir áheyrendur, nú ætla eg ekki að þreyta yð-
ur lengur. Eg þarf varla að geta þess, eftir það sem eg
hefi sagt, að þessar tilraunir eða réttara sagt árangur
þessara tilrauna hefir fært mér mikinn fögnuð, svo mik-
inn, að eg tel þá fullvissu, sem eg hefi fengið um nálægð
ástvina minna, og vitneskjuna um líðan þeirra og ástand,
mér miklu meira vii’ði en þó að eg eignaðist allan heim-
inn, en væri án þeirrar fullvissu.
Það skiptir mig í sjálfu sér afar litlu máli, þótt ýms-
ir kunni að leggja sáralítið upp úr þessari fullvissu minni,
eða telji hana bygða á heilaspuna, sjúkri ímyndun eða ein-
hverri annari tegund geðveiki. Eg veit sjálfur, að hún er
það elcki. Þegar stóru augnablikin koma yfir okkur og við
stöndum berskjaldaðir fyrir næðingum lífsins, þá væri
gott að minnast þessara orða, sem eignuð eru meistaran-
um mikla, Kristi: Biðjið og yður mun gefast. Leitið og
þér munuS finna. Knýið á og fyrir yður mun upplokið
verða. Eg get borið vitni um, að þessi orð eru sannleikur.
Eg hefi kafað djúpt niður á botn sorgarhafsins, og á botni
þess hefi eg fundið perlu sannleikans. Eg hefi beðið og
verið bænheyrður. Eg hefi leitað af allri orku sálar minn-.
ar, og eg hefi fundið það, sem eg hefi leitað að. Eg hefi
barið dyra á leyndardómi tilverunnar. Og fyrir mér hefir
verið lokið upp. Eg er aðeins staddur í yzta fordyri þess
leyndardóms. En þó á eg enga heitari ósk en þá, eg gæti
sýnt yður öllum þótt ekki væri meira en það, sem eg hefi
séð og heyrt.