Morgunn


Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 64

Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 64
58 MORGUNN stóð hlíð við hlíð, það sem samsvaraði húsum á jörðunni. Mér virtust þau öll jafnstór um sig og jafnhá, og þau voru hvít eins og marmari. Á þeim öllum voru einar háar dyr, en ekkert gat eg séð, sem samsvaraði gluggum. Verndarengill minn leiddi mig inn um einar af þess- um dyrum, og eg kom þá inn í stóra stofu; þar var dauf birta, og í þeirri birtu voru ýms litbrigði, blönduð saman af svo fullkominni snild, að mér fanst þetta eins og ein- hver fögur og friðandi tónlist, sem væri orðin sýnileg. Á veggjunum héngu tjöld, lík skýjum, og þar var grænum, Ijósrauðum, fagurrauðum og gullnum litum blandað sam- an af svo mikilli list, að hvergi var ósamræmi. En tjöldin voru ólík öllum dúkum jarðarinnar. Eg sá þau greinilega, en þau veittu enga mótstöðu, þegar eg kom við þau. Það var líkast því, sem að stinga hendinni inn í ský. I stofunni voru nokkurir legubekkir, og á þeim voru sömu, frið- andi, samræmdu litbrigðin. Margar plöntur og mörg fögur blóm voru þarna hér og þar. ,,Þetta“, sagði verndarengill minn, „er hvlídarher- bergi mitt. Eg kem hingað til hvíldar og íhugunar. Og þú skalt koma hingað oft og hvíla þig hjá mér“. Við sátum á einum legubekknum og töluðum sam- an. „Hver byggir þessa yndislegu hvíldarstaði?“, spurði eg. „Það er vilji hins Æðsta, sem byggir þá“, svaraði hún. „Þeir voru okkur fyrirbúnir og biðu eftir því, að við kæmum hingað. Öllum englunum hér er lagt til hvíldarherbergi eins og þetta“. „Góða“, sagði eg; „eg hef altaf haldið, að þegar hinn endurleysti andi hefði farið úr sínum jarðneska bústað, þá færi hann beint upp í fullkomið sæluástand, og væri þar hjá guði um alla eilífð. Er því ekki svo farið?“ „Nei“, svaraði hún, „enginn öðlast fullkomnunina taf- arlaust eftir andlátið. Margir, sem hér eru, hafa farið um önnur svið, eftir að þeir höfðu yfirgefið jörðina, áður en þeir komust hingað. Það óendanlega líf, sem kemur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.