Morgunn - 01.06.1937, Blaðsíða 36
30
MORGUNN
það. 0g um leið færa beztu og eiginlega einustu sannan-
irnar, sem til eru fyrir því, sem fyrir postulunum var höf-
uðatriðið og þeir byrjuðu á prédikun sína, að Jesús hafi
risið upp, sem mennirnir hafa alt til þessa átt svo erfitt
með að trúa, alt frá dögum postulanna, ekki aðeins frá
Tómasi, sem einn hefir verið hafður að orðtaki fyrir það,
að trúa ekki nema hann tæki á, heldur einnig hinum post-
ulunum, sem ekki tóku Tómasi fram, en eftir frásögn
Markúsar og Lúkasar trúðu heldur ekki fyr en þeir sjálfir
höfðu séð hann upp risinn.
Nei, prófessor Haraldur Níelsson var sannarlega ekki
ver kristinn fyrir það, að hann var spiritisti; en það voru
meðmæli með spíritismanum, og hefir flýtt fyrir og mun
flýta fyrir útbreiðslu hans hér á landi, að annar eins mað-
ur og Haraldur Níelsson kannaðist við sannleiksgildi hans,
og jafnframt mun kristindómurinn með stuðningi spirit-
ismans eflast og halda í horfið að því takmarki, sem höf-
undur hans ætlaðist til; en á brautum, sem Hallesby mark-
ar, næst sýnilega ekki það mark, því að út á þær brautir
fæst ekki nema tiltölulega fámennur hópur.
Ekkert er það til, sem mennirnir í heild óttast eins
mikið og dauðann. Þess vegna er dýrasta perla kristin-
dómsins upprisutrúin. Langfremsta eða aðalhlutverk spir-
itismans er það, að glæða upprisutrúna, að vekja, ekki að-
eins viðkvæma von um framhaldslíf og endurfundi, heldur
vissu, jafn óhagganlega, eins og hvað annað, sem maður-
inn getur sagt um: „eg veit“, t. d. að dagur kemur eft-
ir nótt.
Þó eru þeir til, sem segja, að spiritisminn og kristin-
dómurinn séu andstæður, að spiritisminn, bezti vinurinn,
sé illur og óvinveittur, og öfgamennirnir jafnvel, að hann
stafi frá „hinum vonda“.
Því kann að vera svarað til, að framhaldslífi trúi
menn án spiritisma. En reynslan er sú, að það er alls ekki
svo. Mikill meirihluti annaðhvort trúir ekki eða er í efa.
Einungis í spiritismanum er vissu, er sönnun að finna.