Saga - 2001, Page 11
HIN KARLMANNLEGA RAUST
9
skamms tíma réð réttritunarpróf í þriðja bekk Menntaskólans í
Reykjavík því hvort nemendur héldu áfram námi við skólann.5
Gagngert átak var líka gert til að rækta með þjóðinni nýja sögu-
vitund. íslendingar áttu hér dýrmætan sjóð, sem reyndist nær
ótæmandi við mótun hinnar nýju söguvihmdar, íslendingasög-
umar, en á þessum tímum var almennt talið að þær væm áreiðan-
legar sagnfræðilegar heimildir.6
íslendingar áttu sér því bæði tungumál og sögu, sem nýttust
þeim afar vel við gerð hinnar nýju og nútímalegu þjóðarímyndar.
En meira þurfti til og fleiri víddir mannsins þurfti að rækta og
endurmóta. íslendingar þurftu til dæmis að temja sér nýjan lima-
burð, smekk og nýjan fatastíl.7 Þeir þurftu og að tileinka sér borg-
aralega samskiptahætti og kurteisissiði, og stórauka líkamlegan
þrifnað sem og þrifnað á almannafæri og í heimahúsum.8 Og Is-
lendingar þurftu að tileinka sér nútímalega, evrópska tónlist og
læra að syngja á nútímalegan hátt.9
í þessari grein verður fjallað um innleiðingu hins nýja tóns og
upphaf kórsöngs á íslandi á seinni hluta 19. aldar og á fyrri hluta
þeirrar tuttugustu. Stærsti hluti greinarinnar fjallar um karlakóra,
en þeir urðu ríkjandi í opinberu sönglífi þjóðarinnar, og hélst svo
langt fram á tuttugustu öld. Blandaðir kórar og kvennakórar voru
fáir og skammlífir. Helsti opinberi kórsöngsvettvangur íslenskra
kvenna var í kirkjukórum. Eins og fram kemur síðar í þessari
grein fjallaði nær öll opinber umræða um konur og tónlist um
hvernig þekking og menntun kvenna á sviði tónlistar ætti að nýt-
ast inni á heimilunum og hversu mikilvægt það væri fyrir mæður
að syngja og spila fyrir bömin sín.
Almennur söngur eða fjöldasöngur fylgdi í kjölfar kórsöngs á
íslandi. Hann var stundaður skipulega af ýmsum félagasamtök-
5 Þekktasta dæmið er auðvitað Halldór Laxness, sem féll á réttritunarprófi í
þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík.
6 Guðmimdur Hálfdanarson, „íslensk söguendurskoðtm", bls. 62-67. - Ingi
Sigurðsson, íslenzk sagnfræði.
7 Inga Dóra Bjömsdóttir, „Nationalism", bls. 5-13.
8 Sjá t.d. Þórunn Valdimarsdóttir, Sveitin við Sundin.
9 Þetta viðhorf kemur mjög víða fram í ritum um tónlistarmál á þessum tím-
um, sjá t.d. Jónas Helgason, Söngvar og kvæði, bls. vi.