Saga - 2001, Page 12
10
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
um, eins og til dæmis af ungmennafélagshreyfingunni og af skáta-
hreyfingunni, í átthagafélögum og í skólum landsins. Ekki verður
fjallað sérstaklega um fjöldasöng í þessari grein, en tekið skal fram
að fjöldasöngur gegndi engu síður mikilvægu hlutverki en kór-
söngur í mótun tilfinninga um samstöðu og einingu manna á milli
og ól á ást manna á landi og þjóð.
Tónlist, samfélag og völd
Það er hægt að nálgast tónlist og söng frá mörgum fræðilegum
sjónarhomum. Eitt er nálgun tónfræðinnar, sem felur í sér grein-
ingu á tónlistinni sjálfri, formgerð hennar og fagurfræðilegu gildi.
Slík greining er utan við fræðilega getu mína og verður ekki gerð
hér. En það skal tekið fram að hið fagurfræðilega gildi hinnar nýju
tónlistar var íslenskum tónlistarfrömuðum ofarlega í huga. Gamla
íslenska tónlistin, rímna- og tvísöngurinn, var að þeirra mati ófag-
ur og hafði skaðað andlegt líf þjóðarinnar. Fegurð nýju tónlistar-
innar átti að bæta úr því.
Önnur nálgun er hin bókmenntalega, þar sem innihald söng-
textanna er brotið til mergjar. Hér verður ekki farið í saumana á
þeim mörgu textum, sem karlakórar sungu. En lausleg könnrrn
sýndi að söngvarnir sem íslenskir karlakórar sungu á þessum
árum (og gera enn) spörtnuðu nær öll svið mannlegra tilfinninga
og reynslu. Þeir sungu um gleði og sorgir, um ástir og missi, van-
mátt og breyskleika mannsins, sem allir gátu skilið og tekið und-
ir. Þeir sungu söngva um karlmennsku, hetjudáðir og bræðralag,
og líka texta sem ortir voru í orðastað kvenna eins og vögguvísur
og ástarsöngva. En fyrirferðarmest voru þó ættjarðarlögin, sem
gegndu (og gegna enn) ótvírætt veigamiklu hlutverki í að móta,
styrkja og viðhalda ást íslendinga á landi og þjóð.
Þriðja leiðin til að nálgast tónlist er að líta á hana sem félagslegt
og pólitískt afl. í eftirfarandi umfjöllun um upphaf karlakórssöngs
á íslandi verður aðaláherslan á félagslegum og menningarpóli-
tískum hlut karlakórssöngs í íslenskri þjóðfrelsisbaráttu.
Hlutverki og gildi almenns söngs í þjóðfrelsisbaráttunni, karla-
kórssöngs sér í lagi, hefur hingað til verið gefinn lítill gaumur.
Ástæðuna fyrir því má að einhverju leyti rekja til þess að þeir
fræðimenn sem leggja stund á rannsóknir á íslenskri þjóðemisvit-
und og þjóðemisstefnu eru fremur fáir, en sviðið er afar víðfeðmt