Saga - 2001, Page 15
HIN KARLMANNLEGA RAUST
13
vægur liður í lýðfrelsisbaráttu 18. aldar var að þegnamir fæm
sjálfir að syngja sinn eigin söng.15
Forystumenn á sviði tónlistar á íslandi á síðari hluta 19. aldar og
á fyrri hluta 20. aldar gerðu sér góða grein fyrir pólitísku mikil-
vægi tónlistar. Ef ísland átti að rísa úr öskustónni þurftu íslend-
ingar að taka upp nútímalega tónlist, tónlist sem sprottin var upp
úr borgaralegri þjóðmenningu Vesturlanda. Hinrn gömlu íslensku
tvísöngs- og rímnahefð varð að útrýma með öllu. Rímna- og tví-
söngurinn var, að mati þessara manna, ekki endurhljómur aftan
úr glæstri fortíð, heldur tákn um aumt andlegt og menningarlegt
ástand íslensku þjóðarinnar. Þessi söngur hefði skemmt til-
finningalíf og fegurðarskyn þjóðarinnar og til að verða frjáls og
sjálfstæð nútímaþjóð, þyrftu íslendingar að komast undan „yfir-
drottnun gamals vana" og tileinka sér hinn nýja tón.16 Þá fyrst
gætu íslendingar orðið þjóð meðal þjóða og borið „höfuð hátt og
verið menn með mönnum, - einnig í þessum efnum".17
Kórsöngur, eining og jöfnuður
Nútímalegur söngur gerði íslendinga ekki aðeins að jafningjum
annarra þjóða, heldur ól hann líka á tilfinningunni um jöfnuð
meðal íslendinga sjálfra. Stéttaskipting var á þessum tímum í all-
föstum skorðum en í upphafi börðust þjóðfrelsismenn ekki fyrir
breyttu stéttafyrirkomulagi á íslandi. En þjóðfrelsistefnan var þó
jafnaðarstefna að því leyti að sem íslendingar voru allir karlmenn
jafnir. Þeir voru bræður og synir landsins, Fjallkonunnar, samein-
aðir í djúpri ást á landi og þjóð og vilja til að vera landi sínu til
gagns og sóma.18 Það var á samstöðu og samtakamætti þeirra
allra, hvar í stétt sem þeir stóðu, sem frelsi og sjálfstæði hinnar
nýju þjóðar byggði.
Það var því afar mikilvægt að styrkja og efla þá hugmynd að
þjóðfrelsisbaráttan væri barátta allra íslendinga og í þeirri baráttu
15 Downing A. Thomas, Music and the Origins of Language, bls. 114.
16 Pétur Guðjohnsen, Skólaskýrsla 1850-51, bls. 17-18.
17 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna, bls. 301.
18 Inga Dóra Bjömsdóttir, Nationalism. - Sjá einnig Inga Dóra Bjömsdóttir,
„The Nationalistic Roots".