Saga - 2001, Page 19
HIN KARLMANNLEGA RAUST
17
árkirkju í Borgarfirði, síðan að Innrahólmi, en þegar Magnús flutt-
ist út í Viðey var hljóðfærið haft við messur þar. Hann lék á það
sjálfur og kenndi öðrum á það. Ekki var þó mikill almennur áhugi
á hinni nýstárlegu tónlist og hljóðfæri Magnúsar og skömmu eft-
ir lát hans var það selt úr landi.30
Tilraun Magnúsar Stephensens til að bæta tónlistarlífið á íslandi
var ein af mörgum, að mestu mislukkuðum, tilraunum hans til að
mennta íslendinga. Það var ekki fyrr en um 50 árum síðar að ís-
lendingar urðu móttækilegir fyrir nútímalegri tónlist, en þá höfðu
þeir ekki aðeins vaknað til vitundar um hið auma ástand ættjarð-
ar sinnar, heldur skynjuðu þeir nú betur rétt sinn til að krefjast
stjórnmálalegra og félagslegra réttinda.
„faðir söngs á ísamold"31
Pétur Guðjónsson (1812-77), sem tók upp eftimafnið Guðjohnsen,
varð fyrstur íslendinga til að innleiða á skipulegan hátt nútíma-
legan tón og kórsöng á íslandi. Pétur kynntist hinni nýju tónlist
þegar hann var við nám í bamakennslu og barnaskólastjórn í
Danmörku á árimum 1837-40. Hann varð fyrstur íslendinga til að
leggja fyrir sig slíkt nám og var nám hans tákn um breytta tíma á
íslandi.32 Barnaskólar vom nýjung í íslensku menningar- og
menntalífi, en þeir voru andsvar frjálslyndra manna við slöku
uppeldi bama í kaupstöðum landsins.33
í Danmörku varð Pétur fyrir óvæntri opinberun. Hann heyrði
nútímalega tónlist í fyrsta sinn og var hann djúpt snortinn. í
æviágripi um Pétur Guðjohnsen segir séra Einar Jónsson svo frá:
„Þegar hann kom til Kaupmannahafnar opnaðist fyrir honum nýr
heimur, eigi aðeins fyrir augum hans, heldur og fyrir eyxum hans.
Hin irmdæla sönglist birtist honum nú í allri sinni fegurð og gagn-
tók svo huga hans, að hann gekk þegar fagnandi undir merki
hennar og varð hinn ótrauðasti liðsmaður hennar alla æfi síðan".34
30 Sama heimild, bls. 61.
31 Gestur Pálsson, „Ljóð samið til heiðurs Pétri Guðjohnsen", bls. 8.
32 Einar Jónsson, „Pétur Guðjónsson", bls. 2-12.
33 Guðmundur Hálfdanarson, „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi",
bls. 464.
34 Einar Jónsson, „Pétur Gúðjónsson, bls. 3.
2-SAGA