Saga - 2001, Blaðsíða 20
18
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
Viðbrögð Péturs við þessari opinberun eru athyglisverð. Hún
gladdi hann persónulega, en gleði hans yfir hinum fagra söng sner-
ist brátt yfir í harm og gremju, af því að þjóð hans hafði farið á mis
við þessa fegurð. Pétur hafði ekki tilraunir Magnúsar Stephensens
í huga þegar honum varð hugsað til þess
að enginn hafði enn reynt til, að flytja þessa fögru list heim til
ættjaðar hans, svo að hún hafði algjörlega farið á mis við hana
og þar með allan þann fögnuð er hún veitir, þegar hún kemur
fram í sinni réttu mynd. Hann hugsaði til kirkjusöngsins hjá oss,
eins og hann var þá og rann til rifja hversu afskræmdur og van-
skapaður hann var og hversu illa hann samsvaraði hinum hátíð-
lega tilgangi sinum. Hann hugsaði til skemtisöngva vorra og
mintist þess, að þeir voru hér næsta fáir, að eins nokkur tví-
söngslög, einstök alþýðulög, meira og minna ófullkomin og svo
hin fátæklegu rímnalög, sem alment voru í miklu afhaldi hjá al-
þýðu. Þetta aumlega ástand fósturjarðarinnar fékk svo mjög á
hinn viðkvæma og tilfinninganæma mann, að hann hét því að
gera alt, sem í sínu valdi stæði, til að bæta úr því, og þetta heit
efndi hann trúlega.35
Það varð lífsköllun Péturs að umsteypa rótgrónum vana og „hrinda
burtu skemdum tilfinningum, sem frá bamæsku höfðu þróast og
eflzt og fest dýpri og dýpri rætur í hjörtum manna".36 „Hann gekk
hér sem annars staðar að verki sínu með jafnlyndi og stöðuglyndi
og lét engar hindranir aftra sér, hversu mörg ónot og óþægindi
sem hann fékk hjá ýmsum mönnum bæði viðvíkjandi kirkjusöng
hans og organslætti og eins að því er snerti söngkensluna í skól-
anum".37 Pétur var aðalhvatamaður þess að orgel var keypt í Dóm-
kirkjuna 1840, og við heimkomuna gerðist hann orgelleikari og
kórstjóri við Dómkirkjuna og gegndi því starfi í hjáverkum til
dauðadags.38
Pétur tók, eins og til stóð, við stjóm Bamaskólans og gegndi
hann því starfi með smáhléum þar til hann fór á eftirlaun. Þótt
bamakennsla og bamaskólastjóm væri aðalstarf Péturs, taldi hann
35 Sama heimild, bls. 3.
36 Sama heimild, bls. 4.
37 Sama heimild, bls. 4.
38 Einar Jónsson, „Pétur Guðjónsson 1812,29. nóv. 1912, Æviágrip", bls. 2-3.