Saga - 2001, Side 22
20
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
Skólapiltar Lærða skólans: rödd þjóðarinnar
Menntamenn voru í forystu þjóðfrelsishreyfingarinnar og í fyrstu
voru það einkum hinir menntuðu og þeirra líkar, sem urðu fyrir
áhrifum af nýjum stefnum og straumum þjóðfrelsisbaráttunar.
Piltar Lærða skólans stóðu fremstir „í flokki landsins sona" og það
var í þeirra söng sem ísland „fann sína rödd".44 Sem væntanlegir
andlegir og veraldlegir leiðtogar landsins urðu skólapiltar fyrstir
allra til að njóta leiðsagnar í hinum nýja söng og til að tileinka sér
hinn nýja „tón". Pétur leit á söngkennslu sína sem lið í róttækri
breytingu á fegurðarskyni og tilfinningalífi skólapilta. Pétur vildi
„hrífa skólapilta út úr því, sem þeir hafa að undanfömu heyrt fyr-
ir sér, og opna þeim nýtt og óþekkt svæði, þar sem tilfinning er
ekki undir yfirdrottnun gamals vana".45
Söngkennslan í Lærða skólanum bar tilætlaðan árangur, og að
fáum árum liðnum sá Pétur
að honum hafði tekist að lagfæra hinar skemdu tilfinningar
hinna imgu lærisveina sinna, sem honum var jafnan svo ant um,
og koma þeim til að sjá og finna hið fagra, sem hvervetna lýsir
sér í sönglistinni, en sem þeir annaðhvort þektu eigi, eða þótti
jafnvel ljótt. Sýndu þeir honum fagran vott um þetta árið 1855,
er þeir gáfu honum hljóðfæri (Pianoforte), til þakklætis fyrir
hans ötullega og heillaríka starf.46
Það voru síðan piltar Lærða skólans sem mynduðu fyrsta karlakór
landsins og hélt haxm fyrsta opinbera samsöng á íslandi 2. apríl
1854 imdir stjóm Péturs. Var þá sungið á Langalofti og bæjar-
mönnum boðið á samsönginn, eins og venja var til, er piltar héldu
sjónleiki sína og aðrar skemmtanir. Seinna meir, eða eftir 1880,
höfðu skólapiltar síðan söngfélög út af fyrir sig, og var söngstjór-
inn úr hópi skólapilta sjálfra.47
44 Tómas Guðmundsson, „Skólaminni".
45 Pétur Guðjohnsen, Skólaskýrsla 1850-'51, bls. 17-18.
46 Einar Jónsson, „Pétur Guðjónsson", bls. 4
47 Bjami Þorsteinsson, íslenzk þjóðlög, bls. 60. - Ingólfur Kristjánsson, Harpa
minninganna, bls. 303.