Saga - 2001, Blaðsíða 24
22
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
beru kórtónleikana á íslandi. Það voru síðan íslenskir stúdentar í
Kaupmannahöfn, sem sungu fyrstir fyrir hönd þjóðarinnar á er-
lendri grimd, þjóð sinni til mikils sóma. Þessir söngmenn komu úr
efstu stétt íslensks samfélags og voru verðandi leiðtogar þjóðar-
innar, í senn rödd hennar heima sem erlendis.
Það sem einkennir þróim kórsöngs á íslandi á þessum árum er
hversu fljótt aðrir karlar en menntamenn tóku upp á því að stofna
kóra og syngja. Á síðari hluta 19. aldar og á fyrri hluta þeirrar tutt-
ugustu voru það ekki nemendur Lærða skólans eða menntamenn,
sem voru fremstir í sönglífi landsins. Sönglífi þjóðarinnar var að
mestu haldið upp af leikmönnum í sjálfstætt starfandi kórum í
bæjum og sveitum landsins.
Þeir sem næst bjuggu „vöggu" hins nýja söngs, Lærða skólan-
um, urðu einna fyrstir til að tileinka sér hann.52 Gott dæmi eru
bræðurnir og iðnaðarmennirnir Jónas (1839-1903) og Helgi
Helgasynir (1848-1922). Jónas var jámsmiður, Helgi trésmiður.
Jónas var sjálfmenntaður á fiðlu, orgel og í söngfræði, en hélt síð-
an til Danmerkur 1875 til að fullkomna sig í þessum greinum.
Er heim kom gerðist hann söngkennari við bamaskólann í Reykja-
vík og við bamaskólann að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Hann
kenndi einnig söng við Kvennaskólann og eftir lát Péturs
Guðjohnsens 1877 varð hann organisti Dómkirkjunnar. Jónas gaf
út kennslubækur í söng og kenndi söng- og orgelleik í einkatím-
um. Um aldamótin er talið að um 120 orgelleikarar, karlar og kon-
ur, sem námu hjá Jónasi, hafi verið starfandi við kirkjur og söng-
kennslu á víð og dreif um landið. Jónas stofnaði fyrsta almenna
söngfélag landsins, Hörpu, árið 1862.53
Helgi, bróðir Jónasar, var líka mjög músíkalskur. Þegar Kristján
IX. Danakonungur kom til landsins árið 1874 var í fylgd með hon-
um lúðrahljómsveit. Helgi varð svo djúpt snortinn af leik lúðra-
hljómsveitar konungs, að hann hélt ári síðar til náms í horna-
blæstri í Kaupmannahöfn. Þegar heim kom stofnaði hann Lúðra-
þeytarafélag Reykjavíkur með tilstyrk músíkvina. Starfaði það fé-
lag næstum óslitið um 40 ára skeið.54
52 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna, bls. 303.
53 Sama heimild, bls. 333. - Bjami Þorsteinsson, íslenzk þjððlög, bls. 59-60.
54 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna, bls. 334-36. - Sjá líka Óskar Jóns-