Saga - 2001, Page 25
HIN KARLMANNLEGA RAUST
23
Söngfélagið Harpa, undir stjóm Jónasar, var ríkjandi í sönglífi
Reykjavíkur í ein 30 ár. En það var ekki eina söngfélagið á svæð-
inu. Til dæmis tóku alþýðumenn á Seltjamamesi sig saman og
stofnuðu Söngfjélag Seltjamaneshrepps. Samkvæmt frétt í Þjóðólfi
1882 söng Söngfjélag Seltjarnarneshrepps opinberan söng á
sjúkrahúsinu og „þótti það allvel fara", og virðingarvert, að al-
þýðumenn stofnuðu slík félög af sjálfsdáðum.55
Árið 1888 tóku iðnaðarmenn í Reykjavík sig saman og stofnuðu
sinn eigin kór og var Halldór Þórðarson bókbindari formaður
kórsins, en stjómandi hans var Jónas Helgason.56
Þegar starfsemi söngfélagsins Hörpu fór að dala var stofnað
nýtt söngfélag í Reykjavík, Söngfélagið 14. janúar (kennt við
stofndag sinn 14. janúar 1892) undir söngstjórn Steingríms
Jolmsens söngkennara og hafði í sínum röðum „hina beztu söng-
menn Reykjavíkur". Félag þetta var virkt og vinsælt, þar til það
lagðist niður fimm árum síðar, árið 1897.57
Upp úr aldamótunum varð síðan til Söngfélagið 17. júní. Stofn-
andi þess og stjómandi var Sigfús Einarsson, og varð það fljótt eitt
vinsælasta söngfélag bæjarins.58
Innan K.F.U.M. í Reykjavík var lengi starfandi kór sem ein-
skorðaðist nær alveg við innanfélagsstarfsemi K.F.U.M. Árið 1916
tók Jón Halldórsson bankaritari Landsbankans við stjóm kórsins
og gerði hann að sjálfstæðri einingu með það að markmiði að kór-
inn gæti sótt söngvara út fyrir K.F.U.M. og væri hæfur til að koma
fram á opinberum tónleikum. Kórinn söng í tuttugu ár sem Karla-
kór K.F.U.M., en árið 1936 skipti kórinn um nafn og hefur síðan
heitið Karlakórinn Fóstbræður.59
Eftir að kór Sigfúsar Einarssonar, 17. júní, lagðist af, var karla-
kór K.F.U.M. eini starfandi karlakórinn í Reykjavík um tíu ára
son, „Þáttur úr brautryðjendastarfi", bls. 39. - Bjami Þorsteinsson, íslenzk
þjóðlög, bls. 60. - Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 229. - Gunnar M.
Magnúss, Sigurðar bók Þórðarsonar, bls. 48.
55 „Gleðileikir og skemtanir", bls. 13.
56 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna, bls. 315 og 331.
57 Sama heimild, bls. 303.
58 Matthías Johannessen, Hundaþúfan og hafið, bls. 192.
59 Karlakórinn Fóstbræður 1986, bls. 3-5.