Saga - 2001, Síða 27
HIN KARLMANNLEGA RAUST
25
nesi, Karlakór Mývatnssveitar og Karlakórinn Þresti á Þingeyri.53
Lika má nefna Karlakór Hreppamanna, Söngfélagið Bræðuma í
orgarfirði og Bændakórinn í Skagafirði, sem var mikilvirkur á ár-
unum 1916-26. Nokkrir fyrrverandi félagar úr Bændakómum
voru síðan stofnendur Karlakórsins Heimis, sem hefur starfað
samfleytt síðan 1927.64
Tónlistarfrömuðir úr alþýðustétt
Að ofansögðu má sjá að fljótt eftir að kórsöngur barst til landsins
þá fóm menn af öllum stéttum og stigum að syngja í kór. Kóra-
starfsemi veitti þó mönnum ekki aðeins þá ánægju að syngja sam-
an, kórar sköpuðu líka mönnum ný atvinnutækifæri, mönnum
sem annars hefðu urrnið óbreytt störf. Sem dæmi um menn úr al-
Pyöustétt, sem urðu virkir á sviði tónlistar á landsbyggðinni, má
nefna Magnús Einarsson (1848 -1934) á Akureyri og Jónas Tómas-
son (1881-1967) á ísafirði og mun starfsferill þeirra rakinn hér að
nokkru.
Magnús Einarsson var ómenntaður vinnumaður. Hann missti
o ur smn ungur og var honum komið fyrir sem niðursetningi hjá
vandalausum. Þegar hann eltist fór hann að sjá fyrir sér sem
vinnumaður. Árið 1874 réðst hann í vinnumennsku að Stóra-
yrarlandi við Akureyri. Eins og Pétur Guðjohnsen varð Magnús
tyrir hugljómun þegar hann heyrði nútímalega tónlist í fyrsta
smn. Magnús var þó ekki á opinberum skólasfyrk í Danmörku,
þegar það gerðist, heldur í sendiferð fyrir húsbónda sinn inni á
Akureyri.
Sagan segir að skömmu eftir að hann kom í vistina hafi hann
verið sendur inn á Akureyri einhverra erinda og skyldi vera fljót-
Ur- En þegar
3 Ólafur Pálsson, „Samband íslenzkra karlakóra 10 ára", bls. 27. - Steirrn
Stefánsson, Skólasaga Seyðisfjarðar, bls. 39. - Ásgeir Guðmundsson, Saga
Hafnarfjarðar III, bls. 245. - „Söngfélög í S.Í.K. og félagatal þeirra 1. júní
1935", bls. 21.
64 Ingimar Jóhannesson, Skarphéðinn 1910-1950, bls. 116. - Þórður Kristleifs-
s°n, „Söngfélagið „Bræðumir" í Borgarfirði 20 ára", bls. 1-7. - Konráð
Gíslason, Söngur í 60 ár, bls. 20-21. Sjá einnig um sönglíf í Skagarfirði Krist-
naundur Bjamason, Saga Sauðárkróks fram til ársins 1907 I, bls. 397-98.