Saga - 2001, Page 29
HIN KARLMANNLEGA RAUST
27
fólk til að syngja í kirkjukór ísafjarðar, en Jónas var organisti
kirkjunnar og stjómaði kirkjukómum. Einnig tryggði hann sér
góðar raddir í söngfélög þau sem hann stofnaði og stjómaði.67
Á öndverðum þriðja áratug tuttugustu aldar hafði Jónas Tóm-
asson, ásamt öðrum, forgöngu um stofnun Karlakórs ísafjarðar.
Árið 1934 gekkst svo Jónas ásamt Elíasi Pálssyni og sr. Sigurgeir
Sigurðssyni fyrir stofnun blandaðs kórs, sem hlaut nafnið Sunnu-
kórrnn. Tilgangur kórsins var tvíþættur, að koma fram á söng-
skemmtunum og við örtnur slík tækifæri og að þjálfa upp stóran
kirkjukór.68
Konungskoman 1874 og kórsöngur
Fyrsti stóri áfangasigur sjálfstæðisbaráttunnar vannst árið 1874
þegar íslendingar fengu eigin stjórnaskrá úr hendi Danakonungs,
þúsund árum eftir að landið var numið. Segja má að konungs-
koman 1874 hafi verið ein samfelld þjóðhátð, en mikil hátíðarhöld
vom bæði í Reykjavík og á Þingvöllum. Þjóðhátíðir em þjóðlegar
helgiathafnir, en þar sýnir þjóðin mátt smn og megin og þar krist-
allast kjarni þeirra hugmynda sem þjóðin hefur um sjálfa sig. Eins
og áður sagði eru þjóðir þó ekki náttúrufyrirbæri, heldur menn-
ingarpólítísk sköpun og sú mynd sem dregin er upp af þjóðinni á
slíkum stundum felur í sér val þeirra sem eru ráðandi í mótun og
viðhaldi þjóðarímyndarinnar.
Þjóðhátíðin 1874 var afar metnaðarfull og ekkert var til sparað
til að sýna og sanna að íslendingar væm vel menntuð, nútímaleg
menningarþjóð, vel verðug hinnar nýju stjómarskrár. Konungs-
koman gaf íslendingum fyrsta tækifærið til að sýna æðsta yfir-
valdi Danmerkur að þeir kynnu að syngja á nútímavísu.
Tveir helstu tónlistarfrömuðir landsins, þeir Jónas Helgason og
Steingrímur Johnsen, vom fengnir til að æfa söng fyrir konungs-
komuna og í tilefni hennar samdi Matthías Jochumsson ljóðið
//Velkominn yfir íslands sæ, vor öðling hár" við lag danska kon-
ungssöngsins „Kong Christian stod ved höjen Mast". Söngfélagið
Harpa undir stjórn Jónasar Helgasonar æfði þetta lag og var það
67 Jón Þ. Þór, Saga ísafjarðar II, bls. 227.
68 Jón Þ. Þór, Saga ísafjarðar IV, bls. 275.