Saga - 2001, Page 30
28
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
upphaflega ætlunin að Harpa syngi lagið, þegar konungur stigi á
land og gengi upp bryggjuna. En einhverra hluta vegna fórst það
fyrir.
En Jónas lét ekki deigan síga, heldur fór með Söngfélagið Hörpu
upp í landshöfðingjagarð að kvöldi sama dags og söng þar fyrir
Kristján konung IX. og föruneyti hans.69 Söngflokkurinn söng
fyrst konungsljóð Matthíasar Jochumssonar og „því næst „Eld-
gamla ísafold", er þá var eins konar þjóðsöngur vor".70
Konungur var ánægður með sönginn, en hjó eftir því að lögin
sem sungin voru, voru ekki eftir íslensk tónskáld. Hann spurði
hvort þeir gætu ekki sirngið íslenskt kvæði með íslensku lagi. Eitt-
hvert fát kom á Jónas sem sagðist ekkert slíkt lag þekkja, en lands-
höfðinginn, sem þar var staddur, minnti Jónas á lag, sem hann
hafði sjálfur nýlega samið við kvæðið „Ingólfs minni" eftir
Matthías Jochumson. Flutti söngflokkurinn það lag við mikinn
fögnuð og þakkaði konungur sönginn og „kvað sönglistina vera
eina ina fegurstu íþrótt".71 Hann gaf Jónasi gullmedalíu fyrir
sönginn og bar Jónas hana jafnan síðan á hátíðis- og tyllidögum.72
Á þessari fyrstu þjóðhátíð söng söngfélagið Harpa, fyrsta söngfé-
lag landsins „sem mest og best og var vel látið af söng þeirra".73
Alþingishátíðin 1930 og Lýðveldishátíðin 1944
Árið 1930 héldu íslendingar aðra stóru þjóðhátíð sína, Alþingis-
hátíðina, í tilefni þúsund ára afmælis Alþingis. Að vonum var hún
haldin á Þingvöllum, hinu „heilaga musteri manndóms og dreng-
skapar".74 Þegar menn fóru að undirbúa Alþingishátíðina 1930 var
frá „upphafi ljóst, að sönglist eða hljómlist alls konar yrði að vera
mikill liður í hátíðarhöldunum" og var Páll ísólfsson fenginn til
ráðgjafar varðandi flutning söngs á hátíðinni.75
69 Brynleifur Tobíasson, Þjóöhátíðin 1874, bls. 45.
70 Sama heimild, bls. 45.
71 Sama heimild, bls. 46. Áhersla höfundar.
72 Ingólfur Kristjánsson, Harpa minninganna, bls. 320-21.
73 Bjarni Þorsteinsson, íslenzk þjóðlög, bls. 60.
74 Ásgeir Ásgeirsson, „Hátíðarræða, flutt á Þingvöllum 1930", Magnús Jóns-
son, Alþingishátíðin 1930, bls. 29.
75 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930, bls. 29.