Saga - 2001, Page 33
HIN KARLMANNLEGA RAUST
31
Líklega hefir fátt eða ekkert af því efni, sem útvarpið hefur miðl-
að hlustendum sínum orðið þjóðinni jafn heilladrjúgt og þessi
þjóðarsöngur. Enda varð Páll ástsæll af meðal alþjóðar.85
Þátttaka kvenna í opinberum söng á þjóðhátíðum heyrði til und-
antekninga. Þegar Snorrahátíð var haldin í Reykholti 1947, þar
sem Ólafur krónprins Noregs færði, fyrir hönd Norðmanna, ís-
lendingum styttu af Snorra Sturlusym að gjöf, hafði Þjóðkórinn
verið lagður niður og engar kvenraddir heyrðust við það tækifæri.
Páli ísólfssyni var falin yfirumsjón með söng og hljóðfæraslætti á
Snorrahátíðinni og fékk hann sér til aðstoðar Lúðrasveit Reykja-
víkur og hina sögufrægu kóra Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræð-
ur.86
íslenskir karlakórar í útlöndum
íslendingar hafa sem lítil útkjálkaþjóð löngum átt erfitt með að
hasla sér völl á alþjóðavettvangi á sviðum eins og í stjómmálum,
viðskiptum og vísindum. Það hefur helst verið á sviðum lista, og
þá einkum bókmennta og skáldskapar, sem íslendingar hafa vak-
ið á sér athygli erlendis. í fomsögunum em margar frásagnir af ís-
lenskum hirðskáldum, sem unnu sér hylli konunga með skáld-
skap sínum, en á þeim tíma var íslenska fjölþjóðamál. Á 19. öld
vom allir aðrir en íslendingar hættir að skilja íslenskt mál, en með
nútímasöng öðluðust íslendingar fjölþjóðlegt mál á ný og íslensk-
ir karlakórar fóru fljótt að láta til sín heyra á erlendri grund. Á
þann hátt styrktu karlakórar ekki aðeins innviði íslensks samfé-
lags, heldur gegndu þeir líka mikilvægu hlutverki í að efla og
styrkja stöðu íslendinga á alþjóðavettvangi og sýndu að íslend-
ingar vom jafningjar annarra þjóða.
Karlakórssöngur varð mikilvæg mælistika á stöðu íslendinga
sem fullgildrar þjóðar. Sveinn G. Bjömsson, stjómarformaður
Karlakórs Reykjavíkur, komst svo að orði, að utanlandsferðir
væru íslenskum kómm nauðsynlegar, því þeir yrðu að fá úr því
skorið „hjá ströngustu gagnrýnendum, hvort söngur okkar væri
85 Sama heimild, bls. 189.
86 Snorrahátíð 1947-48, gefin út að tilhlutan Snorranefndar, bls. 46.