Saga - 2001, Page 34
32 INGA DÓRA BJÖRNSDÓTOR
sambærilegur við söng hinna gagnmenntuðu Norðurlanda-
þjóða."87
Hið þjóðlega og pólítíska gildi karlakóra kom einkar vel fram í
allri umræðu um tónleikaferðir íslenskra karlakóra til útlanda.
Þegar íslenskir karlakórar fóru utan í tónleikaferðir komu þeir
fram sem fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Sigurður Þórðarson, stjóm-
andi Karlakórs Reykjavíkur, brýndi þetta til dæmis fyrir kór-
félögunum í upphafi fyrstu utanlandsferðar Karlakórs Reykja-
víkur 1935. „Hann ræddi við kórfélaga og sagði þeim fyrir um
hegðun þeirra og framkomu. Erlendis átti flokkurinn að koma
fram sem íslendingar. Þar voru engir einstaklingar að sýna getu
sína, framkoma hvers og eins var svipur heildarinnar. Þeir áttu
að vera sómi þjóðarinnar í hvívetna".88
Það sem einkennir frásagnir af þessum ferðum em hinar dýr-
legu móttökur sem kóramir yfirleitt fengu og góðir dómar. í
dómunum var oft sagt að íslenskir karlakórar væru betri en karla-
kórar í landinu sjálfu og við bar að sagt væri að þeir væm sam-
bærilegir við heimsfræga kóra.
Stúdentakórinn í Kaupamannahöfn var fyrsti íslenski karlakór-
inn sem kom fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grrmd, eins
og áður sagði, og varð þjóð sinni til mikils sóma. En fyrsta
skipulagða utanlandsferð kórs, sem starfandi var á Islandi, var
Noregsferð karlakórsins Heklu á Akureyri árið 1905, undir stjóm
Magnúsar Einarssonar.
Magnús Einarsson, „eldhuginn og heiðursmaðurinn," var fyrst-
ur starfandi kórstjóra á íslandi sem lagði í söngferð út í heim. „Það
var í mikið ráðist og stórkostlegt afrek á þeim tímum".89 Kórinn
söng í nokkrum bæjum, og á dagskrá voru eingöngu íslensk lög
við íslensk kvæði. í inngangi að bók sinni íslensk þjóðlög segir
Bjarni Þorsteinsson að söngur þeirra hafi þótt „fremur góður ept-
ir öllum ástæðum".90 í æviminningum Sigurðar Þórðarsonar
kveður við annan tón um þessa fyrstu utanlandsför íslensks karla-
kórs. Þar segir orðrétt:
87 Gunnar M. Magnúss, Sigurðar bók Þórðarsonar, bls. 80.
88 Sama heimild, bls. 81.
89 Hulda Á. Stefánsdóttir, Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur II, bls. 26.
90 Bjami Þorsteinsson, íslenzk þjóðlög, bls. 61.