Saga - 2001, Page 35
HIN KARLMANNLEGA RAUST
33
Söngflokkurinn fékk hinar beztu viðtökur og söngmönnum
v°ru haldnar veizlur í bæjum, þar sem þeir sungu. Sum norsk
blöð voru svo hrifin af söng Heklukórsins, að þau töldu norska
kóra tæplega standa honum jafnfætis. Söngför þessi til Noregs
varð bæði kórnum og þjóðinni í heild til sóma.91
Söngfélagið Hekla ruddi þannig brautina og eftir það fóru íslensk-
ir karlakórar víða um lönd, í fyrstu þó mest til Norðurlandanna,
emkum til Noregs og Danmerkur. Karlakór Reykjavíkur varð
fljótt stórtækur í utanlandsferðum. Á árunum 1935-60 fór kórinn
1 sex utanlandsreisur, tvær ferðir fór kórinn um Norðurlönd, 1935
°g 1938, tvær ferðir til Norður-Ameríku, 1946 og 1960, eina ferð
um Mið-Evrópu árið 1937 og árið 1953 leigði kórinn sér skip hjá
Eimskip og sigldi á milli landa Miðjarðahafs og söng.92
Brottför Karlakórsins til Norðurlanda 1935 hafði yfir sér blæ af
brottför þjóðhetja, sem lögðu í víking. Þegar hann lagði af stað frá
Reykjavík 2. maí 1935 með eimskipinu Lyru höfðu þúsundir
manna safnast á hafnarbakkann til að kveðja kórinn og árna hon-
um íararheilla. Honum bárust einnig mörg heillaskeyti. Áður en
skipið lagði frá hafnarbakkanum söng kórirm nokkur lög, meðal
annars „ísland vort land" eftir Áma Ihorsteinsson og „Ó, guð vors
lands". Að endingu var hrópað ferfalt húrra fyrir Reykvíkingum.93
Sænska blaðið Dagens Nyheter sá kórinn í réttu ljósi, því með
frétt um komu kórsins til Stokkhólms, birti blaðið mynd af vík-
mgaskipi með gapandi trjónu og syngjandi kjólklædda víkinga
um borð.94 í Noregi og Svíþjóð var kómum tekið með kostum og
kynjum og komust færri að en vildu til að hlýða á söng hans.
Kórinn söng fyrir konunga, drottingar og annað eðalborið fólk og
hlaut hvarvetna fagra dóma í blöðum. Sigurður sagði svo frá:
Dagblöðin í Bergen fögnuðu komu íslendinganna og imdir stór-
um fyrirsögnum birtu þau lofsamlegar frásagrdr, svo sem: „ís-
lendingar komu, sáu og sigruðu" og Morgenavisen í Bergen sagði
orðrétt „Söngskráin í gær sýndi oss greinilega hversu langt ís-
lendingarnir em komnir í kórlagasmíði og hvílíkum árangri
Gunriar M. Magnúss, Sigurðar bók Þórðarsonar, bls. 79.
92 Sama heimild, bls. 80.
93 Sama heimild, bls. 81.
94 Sama heimild, bls. 86.
3-SAGA