Saga - 2001, Page 37
HIN KARLMANNLEGA RAUST
35
Reykjavíkur. Alls staðar var kómum vel fagnað og alls staðar var
hann landi sínu og þjóð til mikils sóma.100
Magnús Guðbrandsson, sem var einn eftirlifandi af stofnfélög-
um Fóstbræðra á 70 ára afmæli kórsins, sagði svo um fyrstu utan-
landsferð kórsins til Noregs 1926: „Það var glansferð. Við sungum
a emum 10 stöðum vítt og breitt um Noreg og var iðulega tekið
með miklum fagnaðarlátum".101
Noregsferðin 1960 var líka mikil sigurför. Ágúst Bjamason, sem
var félagi í kómum og fararstjóri sagði, að eins og í hinum fyrri þá
v°ru „umsagnir gagnrýnenda hástemmt lof. Efnisskrá okkar var
mjög fjölbreytt. Við lögðum mikla áherslu á íslenska tónlist; sung-
um lög eftir sex íslensk tónskáld.... Ennfremur sungum við þýsk
°g ítölsk lög, og að sjálfsögðu einnig nokkur norsk".102 Ragnar
Björnsson sem var stjórnandi kórsins í sömu ferð sagði að kórinn
hefði staðið sig alveg frábærlega vel. „Þeir fengu alveg ótrúlegar
viðtökur í þessari ferð. Ég man að í gagnrýni var þeim oft líkt við
heimsfræga kóra. "103
Það voru ekki aðeins íslenskir karlakórar sem gerðu víðreist,
Íögðust í „víking" og urðu frægir í útlöndum. Einstaka íslenskir
tonlistarmenn gátu sér líka góðan orðstír í útlöndum á þessum
tímum. Þeirra á meðal voru Pétur Jónsson og Eggert Stefánsson,
sem báðir voru óperusöngvarar, og Haraldur Sigurðsson píanó-
leikari.w
Barnakórar fyrir stelpur
Mér er ekki grunlaust um að mörgum karlakórsmanni þætti
hann vera farinn að taka niður fyrir sig ef hann færi að syngja í
blönduðum kór.105
100 Karlakórinn Fóstbræður 1986, bls. 12-14.
!01 Sama heimild, bls. 5.
t02 Karlakórinn Fóstbræður 1986, bls. 13.
t03 Ragnar Bjömsson, „Þetta byrjaði allt úti á sjó", bls. 32.
104 Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, bls. 229. - Fyrsti lærði íslenski ópem-
söngvarinn var Ari Maurus Johnson fæddur í Hafnafirði 30. maí 1860
en hann lést í Kaupmannahöfn í júní 1927. Hann starfaði mest í Þýskalandi
°g Danmörku, og söng aðeins einu sinni á íslandi. Gunnar Hall, „Fyrsti
íslenzki ópemsöngvarinn", bls. 7-13.
105 Guðrún Þorsteinsdóttir, útvarpserindi, flutt í október 1959.