Saga - 2001, Page 42
40
INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR
þegar heim kom. í greininni „Framfarir í söngmentum", sem birt-
ist í Hljómlistinni sumarið 1913, er sagt frá þremur íslenskum
konum, sem hefðu dvalist erlendis við tónlistamám. Herdís
Matthíasdóttir lauk námi við hljómlistarskólann í Kaupmanna-
höfn. Herdís sneri heim aftur og kenndi söng og píanóspil. Eygló >
Gísladóttir strmdaði nám í píanóleik við hljómlistarskólann í
Kaupmannahöfn, en hún fór þangað ásamt bróður sínum Reyni
Gíslasyni. Og í Berlín var Katrín Norðmann við nám í píanóleik,
en eins og Eygló hafði hún haldið utan í fylgd bróður síns Jóns,
sem einnig var að læra á píanó í Berlín.125
Upp úr aldamótrmum var frú Ásta Einarsson aðalpíanóleikar-
inn í Reykjavík og lék undir með einsöngvurum!26
Nokkrar íslenskar konur héldu líka utan til söngnáms og sungu
einsöng á tónleikum, í söngleikjum og í óperettum bæði á Islandi
og erlendis!27
Þótt þær yrðu þjóðkunnar fyrir söng sinn á sinni tíð, er þeirra
sjaldan minnst þegar saga íslenskra söngvara hefur verið sögð.
Sem dæmi um söngkonu sem gleymdist má nefna Sigrúnu
Magnúsdóttur. Sigrún var ættuð frá ísafirði og fór ung að taka
þátt í leiklistar- og sönglífi ísfirðinga og vakti athygli fyrir leik
sinn og fagran söng. Árið 1928 fékk hún 2000 kr. styrk frá Alþingi
til að stunda söngnám við Konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn.
Eftir að hún kom heim árið 1930 lék Sigrún og söng í revíum og
óperettum í Reykjavík við miklar vinsældir og var hún í heilan
aldarfjórðung „hin ókrýnda drottning óperettunnar á íslandi".
Árið 1937 söng Sigrún aðalhlutverkið í „Systirin frá Prag" eftir
Wenzel Muller á móti Pétri Jónssyni. Sérfræðingar á sviði tónlist-
ar á íslandi deildu síðar um hvort „Systirin frá Prag" væri ópera
eða óperetta. í hugum þeirra, sem álitu „Systurina frá Prag" vera
óperu, var Sigrún fyrst kvenna á íslandi til að syngja í óperu!28
Þegar saga íslenskra karlsöngvara, sem oft sungu með Sigrúnu,
hefur verið skráð, er hennar hvergi getið!29
125 H.J., „Framfarir í söngmentum", bls. 67.
126 Helgi Elíasson, Stutt yfirlit um skólamál á íslandi 1874-1944, bls. 35.
127 Sjá t.d. Indriði G. Þosteinsson, Áfram veginn, bls. 76.
128 Valgarður Stefánsson, „Sigrún Magnúsdóttir", bls. 10-12.
129 Sama heimild, bls. 10-12.