Saga - 2001, Síða 45
HIN KARLMANNLEGA RAUST
43
birtust tvær þýddar og endursagðar greinar um konur og tónlist,
„Sönglistin á heimilunum" eftir Ida Welhawen og „Heimilis-
músikin fyrrum og nú" eftir Hortense Panum.135 í þessum grein-
um eru konur, sem mæður og húsmæður, hvattar til að leggja
stund á tónlist og söng inni á heimilunum, því
það er einmitt á hinum litla, friðaða bletti, sem vér köllum heim-
ili, sem sönglistin á að æfast og dafna frá blautu bamsbeini og
verða að einu aðalatriði í uppeldi barnanna - að fögru, kæru
sameiningarbandi á milli allra ungra og gamalla á heimilinu. Sá
sálmur, kvæði eða vísa, sem móðirin syngur oftast við bamið
sitt, festir dýpstu rætumar í minningum þess um æskuárin og
verður því oft seinna til huggunar og gleði, fram yfir flestar aðr-
ar æskuminningar þess.136
Sú hugmynd að konur nýttu söng- og tónlistarhæfileika fyrst og
fremst inni á heimilunum var mjög í samræmi við þá skoðun að
konur létu ekki í sér heyra opinberlega. Það voru íslenskir karl-
mertn sem tjáðu sig á opinberum vettvangi, í ræðu, riti, með
húrrahrópum og í söng. Konur máttu sjást en áttu að vera hljóðar.
Þessi hugmynd um þögn kvenna á opinberum vettvangi kom
einkar vel fram í lýsingunni á því þegar Kristján konungur IX.
steig á land árið 1874. Lýsingin hljómar svo:
Síðan hófst gangan upp bryggjuna. Gekk lögreglustjóri á undan,
en hann var inn nýi bæjarfógeti Reykjavíkur. ... Þar næst gekk
svo konungur við hægri hlið landshöfðingja. Næstur á eftir kon-
ungi gekk Valdimar prins, sonur hans, fallegur unglingur. ...
Var konungur í búningi flotaforingja. ... Þótti hann spengilegur
á að líta. ... Þá er gangan var hafin, hrópaði maður nokkur úr
mannþrönginni með mikilli rödd: „Lengi lifi konungur vor,
Kristján inn níundi!" Tóku allir karlmenn undir með húrrahróp-
unum, en konurnar veifuðu með hvítum klútum og heilsaði
konungur blíðlega til beggja hliða.137
Hugmyndin um hið hljóðláta eðli kvenna kemur aftur fram í einu
erindi af hátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar, sem vann til fyrstu
135 Ida Welhawen „Sönglistin á heimilunum", bls. 18. - Hortense Panum,
„Heimilismúsikin fyrrum og nú", bls. 73-75, 89-90.
136 Ida Welhawen, „Sönglistin á heimilunum", bls. 18.
137 Brynleifur Tobíasson, Þjóðhátíðin 1874, bls. 45.