Saga - 2001, Síða 56
54 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
hærri í borgum en sveitum á fyrsta skeiði iðnvæðingar.6 Ennfrem-
ur hafa rannsóknir á einstökum staðfélögum sýnt fram á að mis-
munur á ungbarnadauða á 18. og 19. öld var engu minni milli
svæða í t.d. Svíþjóð en milli Norðurlanda innbyrðis (eins og þau
afmörkuðust sem þjóðríki á 20. öld).7
Af ofangreindum ástæðum m.a. var megináhersla í hinu sam-
eiginlega rannsóknarverkefni lögð á að varpa ljósi á svæðisbund-
inn mismun ungbamadauða í hverju landi um sig. Með því móti
væri auðveldara að meta vægi t.d. umhverfis- og menningar-
bundinna þátta. Tilgátan er sú að stig ungbarnadauða á hverjum
tíma hafi ráðist af menningarbundnum og félagslegum þáttum,
svo sem eðli byggðar, ungbamaeldi, menntunarstigi og viðhorfi
foreldra,8 ekki síður en ýmsum hagrænum og heilbrigðispólitísk-
um atriðum, s.s. landsframleiðslu á mann, fæðukosti9 eða upp-
byggingu læknisþjónustu. Jafnframt skyldi kappkostað að ganga
úr skugga um að hvaða marki ungbarnadauði fór eftir hjúskapar-
og félagsstöðu foreldra sem og eftir kynferði barnanna. Loks var
stefnt að því að kanna þróun bamadauða, einkum meðal smá-
bama 1-A ára, bæði vegna mikilvægis hans fyrir dánartíðnina í
heild og þess að alþjóðlegar rannsóknir höfðu sýnt athyglisverð
dæmi um að hann fylgdi ekki endilega sama breytingasniði og
ungbamadauði.10 Um skilgreiningar á hugtökum er fjallað í við-
auka aftan við greinina.
6 Sjá t.d Lekke, Deden i bamdommen, bls. 119-21. - Um mun ungbamadauða
milli þéttbýlis og dreifbýlis, sjá einkum: Woods, Watterson og Woodward,
„The Causes of Rapid Infant Mortality Decline", bls. 353-62. - Reid,
„Locality or Class?", bls. 213-26. - Bourdelais og Demonais, „Infant
Mortality in French Cities", bls. 95-108. - Vögele, „Urban Infant Mortality
in Imperial Germany", bls. 401-25.
7 Sjá t.d. Lithell, Breast-feeding and Reproduction. - Loftur Guttormsson, „Sea-
sonal variations in infant mortality" (í skrá yfir óprentaðar heimildir, hér
eftir ópr.).
8 Þessi tilgáta styðst við vísbendingar úr nýlegum rannsóknum, sjá Sundin,
„Culture, Class", bls. 1-2. - Corsini og Viazzo, „Introduction", bls. xiii-xiv.
- Sjá jafnframt Lokke, Doden i barndommen, bls. 14-18.
9 Áhersla á þessa þætti kom eftirminnilega fram hjá McKeown, The Modern
Rise of Population. - Sjá annars fróðlegar upplýsingar um verga landsfram-
leiðslu á mann á Norðurlöndum hjá Guðmundi Jónssyni, Hagvöxtur og iðn-
væðing, bls. 176.