Saga - 2001, Side 57
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI Á ÍSLANDI1771-1950
55
Fyrri rannsóknir, heimildir og aðferðir
Frá upphafi lá ljóst fyrir að ofangreindum rannsóknarmarkmiðum
yrði ekki náð nema með því að beitt væri ólíkum aðferðum og
mismunandi tegundir heimilda hagnýttar. Á hinu langa tímabili
sem er hér til athugunar tók heimildakosturinn vitaskuld marg-
víslegum umskiptum sem spegla m.a. breytingar á stjómvaldsað-
gerðum og almennri heilsugæslupólitík. Hvað töluleg gögn
áhrærir - en þau hljóta að skipta miklu máli í þessu samhengi -
marka lok fjórða áratugar 19. aldar þýðingarmikil skil; frá þeim
hma var tekið að gefa út skýrslur um ungbarna- og bamadauða í
danska ríkinu sem ísland var hluti af.11
Áberandi er að flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið síðasta
aldarfjórðimginn á bamadauða á íslandi varða tímabilið fyrir
daga reglulegrar hagskýrslugerðar. í þessu efni hefur langmest at-
hygli beinst að barnaeldisháttum, einkum ástæðum þess og afleið-
mgum að brjóstaeldi tíðkaðist í mjög litlum mæli a.m.k. frá 18. öld
að telja. Þessar rannsóknir styðjast mest við frásagnarheimildir.12
Nokkrar rannsóknir, byggðar á megindlegum aðferðum, hafa
tengst sérhæfðum viðfangsefnum í fólksfjöldafræði, einkum þró-
mi kynjahlutfalls, meðalævilengdar, heimilisgerðar og árstíða-
sveiflna í ungbamadauða.13 Þá hefur athygli bæði innlendra og er-
lendra fræðimanna beinst að hinum ógnarlega ungbamadauða í
Vestmannaeyjum sem stífkrampi („ginklofi") var aðallega valdur
að.14 Allt em þetta rannsóknir sem varða viðfangsefni okkar og
vísað verður nánar til eftir því sem efnisleg rök standa til.
10 Sjá einkum Reher o.fl., „Assessing Change in Historical Contexts", bls.
35-56. - Hardy, „Rickets and the Rest", bls. 389-92.
11 Sjá Lokke, Deden i barndommen, bls. 35-39.
12 Sjá hér einkum eftirtalin rit: Árni Bjömsson, Merkisdagar á mannsævinni,
bls. 38-50. - Sigríður Sigurðardóttir, „Höfðu konur böm á brjósti 1700-
1900?", bls. 28-33. - Loftur Guttormsson, „Bamaeldi, ungbamadauði", bls.
137-69. - Helgi Þorláksson, „Óvelkomin böm?", bls. 79-120. - Helgi Skúli
Kjartansson, „Ungböm þjáð af þorsta", bls. 98-100.
13 Sjá Hans-Oluf Hansen, „Some Age Structural Consequences". - Gísli Gunnars-
son, Sex Ratio. - Gísli Ág. Gunnlaugsson og Loftur Guttormsson, „Household
Structure". - Loftur Guttormsson, „Seasonality of infant mortality".
14 Baldur Johnsen, „Ginklofinn í Vestmannaeyjum". - Vasey, „ An Estimate of
Neonatal Tetanus". - Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir, „Public
intervention".