Saga - 2001, Page 58
56 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Aðrar megindlegar rannsóknir á ungbamadauða á tímabilinu
fyrir 1840 hafa byggst mest á prestsþjónustubókum sem komu hér
á landi fyrst til sögunnar að marki upp úr miðri 18. öld.15 Danski
læknirinn P. A. Schleisner notfærði sér m.a. þessar heimildir laust
fyrir miðja 19. öld í rannsókn sinni á heilbrigðisástandi og sjúk-
dómum á íslandi.16 Um þróun ungbarnadauða á fyrri helmingi
aldarinnar hefur fram að þessu ekki fengist ömgg niðurstaða. Til-
gátur hafa verið settar fram um að ungbamadauði hafi verið mjög
sveiflukenndur á landsvísu - á tiltölulega lágu stigi fram yfir
Napóleonstímann (eftir hásveifluna kringum móðuharðindi), en
náð síðan mjög háu stigi eftir 1830.17 Þetta hefur raunar ásannast í
grófum dráttum í einni staðbundinni rannsókn.18 Vandinn er sá að
fram að þessu hefur skort grunn til þess að unnt væri að draga al-
mennar ályktanir af slíkum staðbundnum niðurstöðum. Slíkan
grunn fyrir tímabilið eftir 1770 þykjumst við fá hér með því að
velja sex prestaköll sem eiga það sameiginlegt að hafa varðveitt
nokkum veginn samfelldar færslur skírðra og greftraðra frá síðari
helmingi 18. aldar að telja. Um er að ræða prestaköllin Eyvindar-
hóla í Rangárvallasýslu, Hruna í Árnessýslu, Mosfell í Grímsnesi,
Hvalsnes/Útskála á Reykjanesi, Reykholt í Borgarfirði og Möðru-
vallaklaustur í Hörgárdal (nefnd hér eftir úrtaksköll). Samanlagð-
ur fólksfjöldi í þessum sex prestaköllum nemur 4,5-4,7% allra
landsmanna á tímabilinu 1801-80.
Valið á úrtaksköllunum réðst annars vegar af heimildakostin-
um, hins vegar af rökstuddum tilgátum um að til samans gæfu
þau nokkuð rétta mynd af almennum aðstæðum í efnahags- og fé-
lagslegu tilliti (einkum í tilliti til eignarhalds jarða, íbúafjölda,
15 Helgi Guðbergsson, „Mannadauði á fyrri hluta 19. aldar", bls.
44-51/37-48. - Loftur Guttormsson, Bemska, ungdómur, bls. 147-48. - Loftur
Guttormsson, „Seasonality of infant mortality".
16 Schleisner, Island undersögt, bls. 82 o. áfr.
17 Loftur Guttormsson, „Bamaeldi, ungbamadauði", bls. 149. - Loftur Gutt-
ormsson, Bemska, ungdómur, bls. 147-48. - í gagnstæða átt gekk aftur á
móti tilgáta Jóns Steffensens, sjá ritgerð hans „Fólksfjöldi á íslandi", bls.
434-36.
18 Anný Kristín Hermansen, „Byggð undir Eyjafjöllum", bls. 32-34.