Saga - 2001, Síða 62
60 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Ljóst er af framansögðu að rannsóknin hvílir að meginhluta á
gögnum sem eru til þess fallin að gefa yfirlit yfir megindrætti þró-
Lmarinnar (aggregate data). Þetta þykir eðlilegt í ljósi þess hve mik-
ið vantar á að slík yfirlitsþekking hafi verið aðgengileg á þessu
sviði. Hitt er auðsætt að ýmsum mikilvægum spumingum, sem
varða ástæður og orsakir, verður best svarað með því að nýta per-
sónubundin gögn (individual-level data) er gera kleift að kanna t.d.
hlutstæðar aðstæður ungbama og aðstandenda þeirra.25 Slík gögn
eru nýtt hér einkum við að greina dauðsföll óskilgetinna ung-
bama. Vart þarf að taka fram að nýta má gögnin til að leita svara
við mörgum öðrum spumingum en þeim sem fjallað verður um í
þessari ritgerð.
Dánarorsakir skipta vitaskuld meginmáli í sérhverri greiningu á
bamadauða. Frá 1784 að telja var sóknarprestum skylt að skrá þær
í prestsþjónustubækur sínar. Það er þó sannast sagna að þessar
skráningar em svo ónákvæmar lengst af á 19. öld að engin eigin-
leg flokkun verður byggð á þeim. Þetta á sérstaklega við ungböm-
in, en fram eftir öldinni er algengt að þau séu sögð dáin úr „bama-
veikindum", „bamaveikleika", eða öðrum óskilgreindum bama-
sjúkdómum.26 Hvað smáböm og þaðan af eldri böm áhrærir, er
skráning dánarorsaka til muna marktækari; þetta gildir einkum
um algengar smitsóttir eins og bólusótt, mislinga, skarlatssótt
o.þ.h. Bíður betri tíma að kanna hversu haldgóðar slíkar upplýs-
ingar í prestsþjónustubókum kunna að vera þegar líða tekur á 19.
öld, en það var ekki fyrr en árið 1911 sem lög mæltu fyrir um að
læknar í kaupstöðum skyldu gefa út dánarvottorð.27
Ársskýrslur héraðslækna, sem mælt var fyrir um með lögum
árið 1803,28 hafa verið nýttar allmikið í þessari rannsókn. Þegar
nær dregur lokum 19. aldar gefa skýrslurnar í mörgum tilvikum
verðmætar upplýsingar um bamaeldi, umhirðu, hreinlæti, bama-
25 Sjá t.d. Corsini og Viazzo, „Introduction", bls. xxi-xxii. - Rogers, Edvinson
og Brándström, „Inequalities within the Family" (ópr.).
26 Sjá til samanburðar Schleisner, Islatid undersögt, bls. 36-37. - Lokke, Deden
i bamdonimen, bls. 55-68.
27 Stjómartíðindi 1911, A, bls. 192-95.
28 Sjá Lovsamling 6, bls. 661-63.