Saga - 2001, Page 71
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI Á ÍSLANDI1771-1950
69
staðar í Evrópu, var ungbamadauði hér svo einstaklega hár að
hann hafði mun meiri áhrif á kynjahlutfall en í flestum öðrum
löndum.41
Mynd 5 sýnir dánarhlutfall eftir kyni á íslandi meðal ung-
harna og smábama á tímabilinu 1838-1950. Allan þann tíma sem
um ræðir vom lífslíkur drengja imdir eins árs aldri talsvert lakari en
stúlkna. Líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu reynist dánar-
hlutfall eftir kyni í þessum aldurshópi vera rétt innan við 120 fram
undir síðustu aldamót, en hækkar vemlega eftir það. Athyglisvert
er að hækkun dánarhlutfalls helst í hendur við skarpa lækkun
ungbamadauða á síðustu ámm 19. aldar. Þetta er mjög í samræmi
við erlendar rannsóknaniðurstöður sem sýna flestar að bilið milli
dánartíðni stúlkna og drengja vex jafnan eftir að ungbamadauði
tekur að lækka.42
Flestar erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að lífslíkur stúlku-
barna í aldurshópnum 1^1 ára voru nokkru lakari en drengja.43
bessu er ekki þannig farið á íslandi. Allt fram undir síðari heims-
styrjöld var smábamadauði hér undantekningarlítið svipaður eða
heldur meiri meðal drengja en stúlkna (sbr. mynd 5).
Efnahagsaðstæður og félagsstaða foreldra
Félagslegar aðstæður og umhverfisþættir höfðu með ýmsu móti
fhrif á stig ungbarna- og smábamadauða. Eins og áður hefur ver-
ið bent á var dánartíðni bama yfirleitt til muna hærri í borgum en
1 sveitum (sjá bls. 53-54). Lakari aðbúnaður, óheilnæmara um-
hverfi, þröngbýli, menguð vatnsból og slæm meðferð mjólkur
höfðu yfirleitt í för með sér að bömum í borgum var mun hættara
við að veikjast af lungna- og magasjúkdómum en jafnöldrum
þeirra í sveitum.44 Stundum reynist samband ungbamadauða og
41 Sjá Gísla Gunnarsson, Sex Ratio, bls. 6-7.
42 Sjá t.d. Woods og Shelton, An Atlas of Victorian Mortality, bls. 134-37. -
Pinnelli og Mancini, „Gender Mortality Differences", bls. 78-79.
43 Woods og Shelton, An Atlas of Victorian Mortality, bls. 134-37. - Sjá enn-
fremur Bengtsson, Det hotade barnet, bls. 206.
44 Sjá t.d. Edvinsson, Den osunda staden, bls. 179-88. - Atkins, „White Poi-
son?", bls. 227-77. - Nelson og Rogers, „Cleaning up the Cities", bls.
18-39.