Saga - 2001, Page 74
72 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Nú er þess að gæta að einstæðar mæður voru engan veginn
einsleitur hópur og mikill munur reynist vera á ungbamadauða
óskilgetinna bama eftir félagslegum og efnahagslegum aðstæðum
mæðra þeirra. Bent hefur verið á að flest óskilg'etin börn tilheyra
lægstu þjóðfélagsstéthmum51 og því sé varasamt að bera ung-
bamadauða hjá þessum hópi saman við ungbamadauða skilget-
inna bama í heild. Há dánartíðni óskilgetinna bama geti allt eins
verið afleiðing fátæktar og fordóma gagnvart mæðrum þeirra.
Ekki sé heldur hægt að horfa fram hjá því að langflest óskilgetin
börn séu frumburðir og þessum börnum sé af líffræðilegum
ástæðum hættara við að deyja á fyrstu sólarhringum ævinnar. Þá
hafa nýlegar rannsóknir í Svíþjóð og Hollandi leitt í ljós að lífslík-
ur óskilgetinna bama réðust öðru fremur af því tengslaneti vina
og ættingja sem mæður þeirra áttu aðgang að.52
Á íslandi fæddust fleiri böm utan hjónabands en í fleshim öðr-
um Evrópulöndum. Hæst var hlutfall óskilgetinna bama á átt-
unda áratug 19. aldar, en þá fæddist nærri fjórðungur allra ís-
lenskra bama utan hjónabands.53 Kannað hefur verið samband
ungbamadauða óskilgehnna barna og heimilisstöðu mæðra þeir-
ra í Garðaprestakalli á Álftanesi, en þar var óskilgetni tíðari en á
landsvísu. Hlutfall óskilgetinna bama í Görðum hækkaði ört frá
1861 og náði hámarki við upphaf níunda áratugarins, en þá fædd-
ist þriðjungur allra barna í prestakallinu utan hjónabands. Mynd
6 sýnir að frá því um miðjan sjötta áratuginn fram til 1890 var all-
nokkur munur á ungbamadauða óskilgetinna og skilgetinna
bama í prestakallinu. Um miðbik aldarinnar dóu þannig um 370
af hverjum 1000 óskilgetnum börnum á fyrsta ári, en innan við 250
af 1000 skilgetnum. Á öllu tímabilinu (1856-1900) nam ungbama-
dauði skilgetinna bama í Garðaprestakalli 217%o, en óskilgetinna
311 %o. Sú mynd sem birhst af mismun ungbamadauðans í Görð-
um efhr lagalegri stöðu bama við fæðingu er nokkuð áþekk því
mynstri sem kemur fram í allflestum erlendum rannsóknum á
51 Um félagslegan bakgrunn óskilgetinna bama, sjá t.d. Laslett, „The bastardy
prone sub-society", bls. 217-18. - Tilly, Scott og Cohen, „Women's Work
and European Fertility Pattems", bls. 447-76.
52 Brandström, „Life Histories of Single Parents." - Van Poppel, „Children in
One-Parent Families", bls. 269-90.
53 Ólöf Garðarsdóttir, „The implications of illegitimacy", bls. 441-42.