Saga - 2001, Page 81
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI A ÍSLANDI1771-1950
79
dauði á íslandi með því lægsta sem gerðist í heiminum, aðeins
75 %0, og í flestum sýslum landsins er hann tiltölulega nálægt
landsmeðaltali. í aðeins tveimur sýslum er imgbamadauði yfir
90%o, þ.e. í Austur-Skaftafellssýslu og Norður-ísafjarðarsýslu, sem
voru einhverjar einangruðustu sýslur landsins.
Meginástæður svæðamunar
Rannsóknir benda til þess að óvenju háan ungbarnadauða á ís-
landi allt fram undir 1871 megi einkum rekja til þess að nýburar
voru almennt ekki lagðir á brjóst.58 Fyrir tíma hreinlætisbyltingar-
mnar í Evrópu hafði slíkt bamaeldi yfirleitt í för með með sér afar
naikinn ungbamadauða. Á nokkrum svæðum í norðan- og vestan-
verðri Evrópu var bamaeldi með svipuðum hætti og á íslandi.
Hér er einkum átt við norðanverða Svíþjóð og Finnland (svæðið
við norðanvert Eystrasalt) og suðurhluta Þýskalands, einkum
Basjaraland og Wiirtemberg. Á öllum þessum svæðum var ung-
barnadauði á fyrri hluta 19. aldar milli 300 og 400 %o. Það hefur
svo einnig sýnt sig að nýburadauði er afar hár í samfélögum þar
sem böm em yfirleitt ekki lögð á brjóst; allt að helmingur allra
dauðsfalla á fyrsta aldursári eiga sér stað á fyrsta mánuði ævinn-
ar (nýburadauði).59
Upplýsingarmenn á 18. öld gerðu landshlutamun á ungbarna-
dauða nokkmm sinnum að umtalsefni í ritum sínum. í ferðabók
sinni segja Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ungbamadauða á
Norðurlandi mun minni en sunnanlands og vestan.60 Svipaðar
skoðanir koma fram hjá Ólafi Stefánssyni og Hannesi Finnssyni.61
Sigríður Ömm ljósmóðir benti einnig á að bamaeldi væri með
Hlólíkum hætti á Norðurlandi annars vegar og á Vestur- og Suð-
urlandi hins vegar. Ungbörnum á Norðurlandi væri þannig
^8 Sjá einkum Loft Guttormsson, „Bamaeldi, ungbamadauði", bls. 137-69.
^9 Lithell, Breast-feeding and Reproduction. - Loftur Guttormsson, „Bamaeldi,
ungbamadauði", bls. 142-45. - Brandström, „De karlekslösa mödrarna". -
Knodel, Demographic Behavior, bls. 46-53. - Knodel og Kinter, „The Impact
of Breastfeeding Pattems", bls. 391-409.
60 Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson, Feröabók II, bls. 50.
61 Ólafur Stefánsson, „Um Jafnvægi Biargrædis-veganna", bls. 143-44. -
Hannes Finnson, „Um Bama-Dauda", bls. 121.