Saga - 2001, Side 82
80 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
sjaldan gefin föst fæða fyrr en þau hefðu náð um þriggja mánaða
aldri, en börn á Suðurlandi fengju að öllu jöfnu fasta fæðu þeg-
ar á fyrsta mánuði ævinnar.62
Þó að skýrslur héraðslækna á 19. öld gefi oft fremur ónákvæm-
ar upplýsingar um barnaeldi í einstökum héruðum,63 má þó ým-
islegt á þeim græða. Þær gefa m.a. vísbendingu um að bamaeld-
ishættir hafi verið ólíkir landshluta á milli. Til þess að greina bet-
ur þennan mismun verða þrjár sýslur teknar til nánari athugunar,
Þingeyjarsýslur, Rangárvalla- og Guilbringusýsla.
Þegar Jón Finsen tók við héraðslæknisembætti í austurhluta
Norðuramts 1856, gerði hann ungbamaeldi að umtalsefni. Hann
segir m.a.:
... Dödelighed blandt spæde Börn er meget ringe her i Distrik-
tet. ... Om en bedre Opfostrings Methode bidrager til dette
heldige Forhold skal jeg ikke kunne sige, men blot bemærke at
de fleste Mödre her give deres Böm Die.64
Það vekur athygli að þegar Jón tók við embættinu voru fjórar
lærðar ljósmæður í héraðinu, þrjár þeirra störfuðu í Þingeyjarsýsl-
um. Að dómi Jóns voru lærðar ljósmæður augljóslega lykillinn að
bættri úmönnun ungbama og hann prófaði ekki færri en tuttugu
ljósmæður á embættisferli sínum 1856-67.65 í Suður-Þingeyjar-
sýslu var læsi snemma útbreitt og áhugi á þjóðfélagsmálefnum
mikill.66 Ahugi manna á því að bæta heilsufar í þessum landshluta
birtist líka í því að úr Þingeyjarsýslum og Eyjafirði fóru konur til
Kaupmannahafnar til ljósmæðranáms, en það gerðist ekki annars
staðar á landinu fyrir utan Reykjavík.67 Þessu var öfugt farið í
hinni landbúnaðarsýslunni, þ.e. Rangárvallasýslu; þar voru ljós-
62 Sjá Áma Bjömsson, Merkisdagar á mannsævitini, bls. 42.
63 Sjá Lovsamling 9, bls. 612-13.
64 ÞÍ. Skjalasafn landlæknis. Héraðslæknaskýrslur. (Skýrsla úr austurhéraði
Norðuramts).
65 Ólöf Garðarsdóttir, „Regional Aspects of Health Reforms".
66 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga, bls. 344-86. - Loftur Gutt-
ormsson, Bernska, ungdómur, bls. 92.
67 Upplýsingar um fjölda ljósmæðra í einstökum sýslum em byggðar á ljós-
mæðratali, sjá Björgu Einarsdóttur og Valgerði Kristjónsdóttur, Æviágrip
Ijósmæðra og yfirsetukvenna. - Sjá ennfremur Ólöfu Garðarsdóttur, „Re-
gional Aspects of Health Reforms".