Saga - 2001, Síða 83
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI A ÍSLANDI1771-1950
81
mæður fáar og alþýðumenntun og framfaraáhugi komin mun
skemmra á veg en í Þingeyjarsýslum.68 Læknaskýrslur benda til
þess að brjóstagjöf hafi verið óalgeng í Rangárvallasýslu á síðari
hluta 19. aldar.
Hvað varðar suðvesturhluta landsins, gerðu menn sér snernma
grein fyrir þeim mun sem var á Reykjavík og nágrannasveitunum.
Jón Thorstensen landlæknir lýsti þannig skoðun sinni á þessum
mismun laust fyrir miðja 19. öld:
Þvílíkur mismunur verdur þó líklega ad koma af einhvorju af-
brygdi í medferdinni, og mér þykir líkast til, að adalorsokin sé
sú, ad svo fáar mædur hafa bornin á brjósti í þeim hluta sóknar-
^uiar, sem ei liggur í, eda rétt vid kaupstadinn.69
htér á eftir verður lýst sérkertnum ungbamadauða í sýslunum
Þremur og Reykjavík sérstaklega í ljósi aðferðar sem hentar vel til
að meta áhrif bamaeldis á ungbamadauða. Þessi aðferð, sem nefn-
lst „bíómetrískt" líkan, er kennd er við Svisslendinginn Bourgeois-
Hchat, en með henni er sýnd uppsöfnuð (cumulative) dánartíðni
eftir einstökum mánuðum fyrsta aldursársins. Undir venjulegum
dngumstæðum er þróun dánartíðni frá 2. mánuði að telja línu-
leg/ sé hún sýnd samkvæmt lógaritmískum skala. Ef imgböm em
ekki höfð á brjósti eða snemma vanin af brjósti, verður ferillinn
aftur á móti kúptur eða bogmyndaður (convex) snemma á fyrsta
aldursárinu.70
Mynd 10 sýnir bíómetrískt líkan af ungbamadauða í sýslimum
Premur, auk Reykjavíkur, fyrir tímabilið 1871-80. Ljóst er að ferill
ungbamadauða á fyrsta aldursári vár með afar ólíku móti í sýsl-
^num þremur. í Þingeyjarsýslum og Reykjavík var ungbama-
auði þannig afar lágur, rúmlega 120 %o í Þingeyjarsýslum og rétt
Um 100%o í Reykjavík. Á báðum svæðum var nýburadauði lágur,
einkanlega í Reykjavík. Aftur á móti er imgbamadauði mikill í
æui Rangárvallasýslu og Gullbringusýslu (Kjósarsýsla og Reykja-
Vlk ekki taldar með). Báðar þessar sýslur einkennast líka af mikl-
68 Þetta var a.m.k. skoðun margra samtímamanna, sjá Þorvald Thoroddsen,
„Ferðir á Suðurlandi", bls. 33-34.
® Jón Thorstensen, Hugvekia um medferd á ungbemum, bls. 59-60
Knodel og Kinter, „The Impact of Breastfeeding Pattems". - Sjá ennfrem-
ur Lynch, Greenhouse og Brandström, „Biometric Modeling", bls. 53-64.
6-SAGA