Saga - 2001, Page 86
84 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR, GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
lega gildir þetta um nýburadauða, en hann er nákvæmlega jafh-
mikill og á fyrra tímabili. í Þingeyjarsýslum er dánartíðni bama
1-3 mánaða mjög lág, en í Reykjavík hækkar dánartíðnin í 2. og
3. mánuði aðeins umfram línulega þróun. Ekki er ósennilegt að
ástæðan sé sú að mörg brjóstaböm hafi snemma verið vanin af
brjósti. í hinu ört vaxandi þéttbýli kann þetta að hafa haft þau
áhrif að ungum bömum var hætt við að deyja úr magasjúkdóm-
um. En hina miklu lækkun nýburadauða, sem átt hefur sér stað í
Rangárvallasýslu og sjávarplássum Gullbringusýslu utan Reykja-
víkur, má án efa rekja til bættra eldishátta. Hér er í senn átt við
vaxandi brjóstagjöf, þynningu pelamjólkur með vatni og aukið
hreinlæti í meðferð mjólkur og mataríláta.73
Upphaf 20. aldar einkenndist af stórauknum áhuga á umönnun
ungbama hér á landi sem erlendis.74 Þessu fylgdi allnákvæm
skýrslugerð um bamaeldi í einstökum hémðum. Læknaskýrslur
frá fyrstu áratugum aldarinnar gefa því nokkuð glögga mynd af
bamaeldisháttum í einstökum héruðum, þótt upplýsingamar
hvíli vissulega á mistraustum grunni og umsagnir læknanna séu
stundum mótsagnakenndar.75 Áhugi samtímamanna á meðferð
ungbama birtist m.a. í því að skömmu eftir 1920 stóð landlæknis-
embættið fyrir umfangsmikilli könnun á bamaeldi.76 í manntalinu
1920 voru fjölskyldur með böm undir eins árs aldri inntar eftir því
hvort þau séu höfð á brjósti við töku manntalsins; hafi brjóstagjöf
verið hætt, er gerð grein fyrir því hversu lengi bömin voru alin á
brjósti.77
Mynd 12 gefur vísbendingu um brjóstagjöf í nokkrum lands-
hlutum á öðmm áratug 20. aldar. Upplýsingar em byggðar á
skýrslum héraðslækna, en þeir fengu vitneskju sína úr ljósmæðra-
skýrslum.78 Myndin sýnir að brjóstagjöf var mjög misjöfn eftir
læknishémðum. Það vekur líka athygli að böm á þeim svæðum,
73 Um mim á dánartíðni brjósta- og pelabama í Englandi í upphafi 20. aldar
má lesa í Fildes, „Infant feeding practices", bls. 256 og 274-75.
74 Dwork, War is goodfor babies and other young children. - Vögele, „Urban In-
fant Mortality."
75 Margrét Gunnarsdóttir, „Eldishættír fslenskra ungbama".
76 Katrín Thoroddsen, „Brjóstaböm - pelabörn", bls. 104-107.
77 ÞÍ. Manntal á íslandi 1920.
78 Stjórnartíðindi 1914, B, bls. 12-20.