Saga - 2001, Page 93
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI Á ÍSLANDI1771-1950 91
hverfisþáttum. Rannsóknir á fæðukosti og neyslu íslendinga hafa
sýnt að fæðukosturinn tók verulegum breytingum á 19. öld; á fyrri
helrningi aldarinnar að því leyti að fleiri hitaemingar og meira
kolvetni komu á hvern mann og á síðari helmingi aldarinnar hélt
svo hlutur kolvetna í fæðunni áfram að vaxa.97Samband breytinga
í barnadauða og á fæðukosti er þó það óljóst að á þessu stigi er
erfitt að kveða fast að orði um hvemig því var háttað á íslandi á
þessu tímabili. Ekki er ósennilegt að ýmsir aðrir þættir efnahags-
legra framfara um aldamótin 1900, svo sem bættur húsakostur98
°g sú „hreinsun" á hversdaglegu umhverfi, sem var honum sam-
fara, hafi haft beinni áhrif á dánartíðni bama en fæðukostur al-
wennings. Þessar breytingar á umgerð daglegs lífs voru aftur ná-
tengdar vaxandi vitund manna um tengsl hreinlætis og heilsu-
fars.99
Barnaeldi og umönnun barna
Greining á svæðisbundnum mismim á ungbamadauða staðfestir
fyrri tilgátur um að hinn mjög svo háa ungbamadauða á Islandi
fyrir 1871 megi öðru fremur rekja til hefðbundmna barnaeldis-
hátta, þ.e. komabömum var oftast gefin óþynnt og köld kúamjólk
°g önnur fæða í stað brjóstamjólkur. Afleiðingin vildi verða stríð-
Ur niðurgangur („búkhlaup") sem leiddi gjaman til vökvataps,
uPpþornunar og dauða.100 Skaðsemi þessara eldishátta ber jafn-
framt að meta í ljósi þess að frá sjónarhóli síðari tíma var óþrifn-
eður útbreiddur og vitund foreldra um mikilvægi hreinlætis mjög
fakmörkuð.101
Á upplýsingartímanum beindist áróður lækna fyrir breyttum
eldisháttum einkum að því að fá foreldra til þess að þynna kúa-
•fyólkina og gæta hreinlætis við meðferð hennar sem og við dúsu-
97 Sjá Guðmund Jónsson, „Changes in Food Consumption", bls. 49-55.
98 Sjá Þorvald Thoroddsen, „Hugleiðingar um aldamótin", bls. 15-18. - Guð-
mundur Bjömsson, Skýrsla um heilsufar, bls. 12.
99 Um þessi tengsl sjá Razzell, „An Interpretation", bls. 11-17. - Riley, „In-
sects and the European Mortality Decline", bls. 833-58.
100 Sjá Jón Pétursson, Lækninga-Bók fyrir almúga, bls. 9-11. - Helgi Skúli Kjart-
ansson, „Ungböm þjáð af þorsta", bls. 98-100.
101 Gísli Ág. Gunnlaugsson, „Ódaunn og angan", bls. 187-89.