Saga - 2001, Page 95
UNGBARNA- OG BARNADAUÐI Á ÍSLANDI1771-1950 93
Frá þessu eru þó tvær undantekningar: í fyrsta lagi var bólusetn-
ing lögleidd 1811 og framkvæmd með þó það góðum árangri að
þegar bólusótt barst næst til landsins, varð hún ekki að landfarsótt
eins og oftast hafði gerst fyrr á tíð.106 í öðru lagi var til bráðabirgða
stofnað læknisembætti í Vestmannaeyjum til þess að ráða bót á
ginklofanum sem var þar landlægur og dró um sjö af hverjum tíu
kornabörnum til dauða á fyrstu vikum ævinnar. Um miðja 19. öld
hafði tekist með skipulegum hreinlætisaðgerðum að útrýma gin-
klofa/stífkrampa sem bamafári í Eyjum.107 Ginklofi herjaði í
byggðum við sjó í Rangárþingi og víðar um Suðurland, auk
Grímseyjar, en var þar þó hvergi jafn skeinuhættur nýburum og í
Eyjum. Verður heldur ekki séð að reynt hafi verið skipulega að
beita þar sömu ráðum og gefið höfðu svo góða raun í Eyjum.108
Fyrstu hundrað árin eftir stofnun landlæknisembættis á íslandi
árið 1760 voru embætti héraðslækna bundin við fjórðungana að
því undanskildu þó að Vesturlandi hafði verið skipt í tvö héruð
(1781) og sérstakt embætti stofnað í Eyjum til bráðabirgða (1827).
Sökum fjarlægða og samgönguerfiðleika gat ekki verið um að
ræða nema í fáum tilvikum að þessir héraðslæknar veittu fjórð-
^ngsbúum þjónustu með sjúkravitjun. Eftirlit með heilbrigðis-
ástandi og skýrslugjöf var gildur þáttur í starfi þeirra samhliða
öiginlegum lækningum. Þetta breyttist mjög á síðari helmingi ald-
arinnar. Með lögum 1875 var héraðslæknisembættum fjölgað hér
á landi í 20 og undir aldarlok var tala þeirra komin upp í 42.109 Þá
voru hér miklu færri íbúar á hvem lækni en í Svíþjóð (1862:3845
íbúar) og ekki mikið fleiri en á Englandi (1447 íbúar).110 Áfram
voru þó samgönguerfiðleikar mikil hindrun í vegi skilvirkrar
þjónustu af hendi lækna.111
Í06 Jón Steffensen, „Bólusótt á íslandi", bls. 313-14. - McKeown, The Modem
Rise of Population, bls. 99 og 108-109.
107 Sjá Baldur Johnsen, „Ginklofinn í Vestmannaeyjum", bls. 27-31.
1Q8 Sjá Loft Guttormsson og Ólöfu Garðarsdóttur, „Public intervention". 1
þessari skýrslu er ekki fallist á þá kenningu Vaseys, „An Estimate of Neo-
natal Tetanus", að verulegan hluta ungbamadauða á íslandi á fyrri helm-
ingi 19. aldar megi eigna stífkrampa.
109 Stjórnartíðindi 1875, A, bls. 201-203. - Stjómartíðindi 1899, A, bls. 114-25.
110 Sjá Urbanization and the Epidemiological Transition, bls. 54, 66.
111 Sjá t.d. Sigurð Magnússon, Æviminningar læknis, bls. 71—78.