Saga - 2001, Side 98
96 LOFTUR GUTTORMSSON, ÓLÖF GARÐARSDÓTHR, GUOMUNDUR HÁLFDANARSON
ur kynntu stafróf hennar í ræðu, riti og í skólum.120 í þessu sam-
bandi skiptu nýlegar uppgötvanir í örverufræðum miklu máli;
fram að því færðu upplýstir menn almenn rök fyrir nauðsyn
hreinlætis í sóttvarnarskyni.121 En eftir að tilvist og áhrif sótt-
kveikja lágu ljós fyrir, fékk allt hreinlætistal miklu áþreifanlegri
merkingu. „Nú hefur mönnum smám saman skilist," skrifaði
Steingrímur Matthíasson héraðslæknir árið 1906,
að það eru engir andlegir drísildjöflar, sem valda sjúkdómun-
um, heldur áþreifanlegar, líkamlegar smáverur, sem gjaman
mætti halda áfram að kalla smádjöfla, vegna alls þess illa sem
þær valda ... Allur þvottur og vandleg hreisnun miðar að því að
útrýma sóttkveikjunum eða að minsta kosti að fækka þeim.122
Steingrímur fræddi lesendur jafnframt á því að evrópskar borgir
og bæir væm ekki lengur þeir óhollustustaðir sem verið hafði á
öldum áður. Nú sé gerð gangskör að því að „alt sorp og saurindi
sé daglega flutt frá bústöðunum ... sumpart með þéttriðnu neti af
vandlega lokuðum ræsum neðanjarðar og vatnspípum úr stein-
lími eða járni."123 Nokkru áður var komin hreyfing á viðlíka fram-
kvæmdir í íslenskum kaupstöðum. Lögum samkvæmt höfðu heil-
brigðisnefndir verið stofnaðar á vegum hreppsnefnda og árið
1901 var kaupstöðum og sjávarþorpum lögboðið að gefa út heil-
brigðisamþykktir þar sem kveðið væri á um fráræslu, vatnsból,
peningshús, salerni o.fl. Slíkar samþykktir voru staðfestar fyrir
flesta þéttbýlisstaði á landinu á árabilinu 1903-14. Á sama tímabili
voru samþykkt lög um vatnsveitu í kaupstöðum og kauptúnum.124
Læknar voru víða einbeittustu talsmenn framkvæmda af þessu
tagi þar sem þeir gerðu sér glögga grein fyrir sóttvamarþýðingu
þeirra, sérstaklega til varnar hinni skæðu taugaveiki.125 í þessu
120 Sjá Anna Sigurðardóttir, Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár, bls. 255-59. -
Elín Briem, Kvennafræðarinn. - Skýrslur um heilbrigði manna á íslandi árin
1891-1895, bls. 87-88. - Heilbrigðisskýrslur 1911-1920, bls. ci.
121 Sjá Magnús Stephensen, „Um orsakir landfarsótta á íslandi og vöm við
þeim", bls. 90-108.
122 Steingrímur Matthíasson, „Um þrifnað og óþrifnað", bls. 166.
123 Sama rit, bls. 165.
124 Til yfirlits sjá Læknablaðið 6 (2) (1920), bls. 25-26.
125 Um þetta vitna skýrslur margra héraðslækna um aldamótin 1900, t.d.
Skýrslur um heilsufar, bls. 53-55. - Sjá einnig Jónas Jónassen, Lækningabók,
bls. 386-99.