Saga - 2001, Side 112
110
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
anríkisáhöfnum, til siglinga að og frá íslandi. Kaupmertn sem
bjuggu þar (í reynd eða að nafninu til) urðu að vera í félagi við
kaupsýslumenn í Danmörku, Noregi eða hertogadæmrmum til
þess að mega reka beina verslun við utanríkislönd, og allar versl-
unarvörur urðu að vera eign þessara kaupmanna sjálfra eða ann-
arra þegna konungs. Af þessum og fleiri ástæðum töldu flestir
kaupmenn hagkvæmast að búa sjálfir í Kaupmannahöfn og láta
verslunarstjóra (faktora) sjá um reksturinn á íslandi.1 Þetta versl-
unarfyrirkomulag, sem löngum hefur verið kallað fríhöndlun,
hélst lítið breytt í grundvallaratriðum þar til íslendingar fengu
fullt verslunarfrelsi samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. apríl
1855.2
Nokkrar breytingar og viðbætur eða nánari skilgreiningar voru
í tímans rás einstaka sinnum gerðar á ýmsum ákvæðum fríhöndl-
imarlaganna frá 1786-87 þegar æðstu ráðamenn töldu það nauð-
synlegt. Þannig voru þegar á árunum 1792-93 gefnar út tvær til-
skipanir um nánari og ákveðnari túlkanir á allmörgum greinum
þessara laga og ýmsu bætt þar við. Var tilgangurinn aðallega sá að
styrkja stöðu þeirra fastakaupmanna sem keypt höfðu eignir kon-
imgsverslunarinnar síðari í upphafi fríhöndlunar en þrengja að
ýmsu leyti kosti keppinauta þeirra, þ.e. bæði nýliða í fastri versl-
un á landinu og svonefndra lausakaupmanna sem máttu ein-
göngu versla við landsmenn um borð í skipum sínum og aðeins í
fjórar vikur á hverri löggiltri verslimarhöfn. Með þessum ráðstöf-
unum átti ennfremur að stuðla að viðgangi þeirra sex verslunar-
staða, sem veitt höfðu verið kaupstaðarréttindi með fríhöndlunar-
lögunum í þeirri von að þeir gætu orðið miðstöðvar verslunar og
annarra atvinnuvega í landinu. En það voru Reykjavík, Grrmd-
arfjörður, ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar.3
Samkvæmt ákvæði fríhöndlunarlaganna sjálfra voru þau svo end-
1 Tilskipanir 18. ágúst og 17. nóvember 1786 og 13. júní 1787. hovsamling for
Island V, bls. 316-38, 343-52, 417-62. - Sigfús Haukur Andrésson, Verzlun-
arsaga íslands, bls. 653-78.* Eftirfarandi grein er byggð á rannsóknum sem
styrktar voru af Rannsóknarráði íslands.
2 Lovsamling for Island XV, bls. 611-23.
3 Lovsamling for Island VI, bls. 27-29, 109-11. - Sigfús Haukur Andrésson,
Verzlunarsaga, bls. 391-97. - Sigfús Haukur Andrésson, „Almenna baenar-
skráin", bls. 73-82.