Saga - 2001, Page 115
ENDURSKOÐUN FRÍHÖNDLUNARLAGANNA 11J
utanríkiskaupmenn algerlega frá þátttöku í þessari verslun. Enda
þótt mun lægri lestagjöld væru lögð á timbur og sumir norskir
kaupmenn hefðu áhuga á að senda skip með þá vöru til íslands,
sáu þeir sér engan hag í því við svo búið. Vegna sífellds tilfmnan-
^egs timburskorts í landinu og algengs okurverðs á því litla sem
uw var flutt, ákvað danska stjómin sumarið 1821 að fella þessi
gjöld af timbri niður um óákveðinn tíma og eftir því sem þurfa
þætti.s Eftir það tóku einstöku norskir kaupmenn að senda skip
Weð timbur til íslands. Þótti landsmönnum allmikil bót vera að
Því/ enda reyndu sumir fastakaupmenn þá líka að bæta sig eitt-
hvað.
Ýmsir fastakaupmenn kvörtuðu ákaft yfir þessari samkeppni
utanríkismanna og fullyrtu að með henni væri gengið á emkarétt
óanskra þegna á íslensku versliminni og sjálfir þóttust þeir vera
einfærir um að sjá landsmönnum fyrir nægu timbri. Almennt
hvörtuðu fastakaumenn ennfremur yfir aukinni samkeppni lausa-
kaupmanna frá Danmörku og hertogadæmunum.9 En hún hélst í
hendur við batnandi hag verslimarinnar þar og sæmilegt árferði
til lands og sjávar á íslandi, sem örvaði framleiðslu landsmanna
°g kaupgetu.10
Fastakaupmenn fóru ítrekað fram á að hætt yrði að veita norsk-
yna timburkaupmönnum endurgjaldslaus leyfi til verslunar við
íslendinga. Þá yrðu lausakaupmenn (frá Danmörku og hertoga-
dæmunum) skyldaðir til að flytja timbur til íslands sem svaraði
fjórðungi farms í hverju skipi og ýmsar fleiri kvaðir á þá lagðar,
Þar eð þeir græfu undan fastri og heilbrigðri verslun í landinu.
Rentukammerið hafnaði þessum kröfum kaupmanna, en vegna
söluerfiðleika á íslenskum fiski á Spáni og víðar í Suður-Evrópu
tók það til greina kvartanir þeirra yfir fyrmefndum útflutnings-
8 Lovsamlingfor Island VIII, bls. 256-57. - Lovsamling for Island X, bls. 272-73,
324-25,445-46. - Sbr. Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 176-82.
9 RA. Rtk. 373,15. Forarbejder til Plakat 28. desember 1836 (möppur 1,5 og
^). Ýmis skjöl um lausakaupmenn, norska timburkaupmenn, timbunnn
flutning o.fl. - ÞÍ. Rtk., I.J. 20, 327. Skjöl um sama efni.
t0 Anders Monrad Moller, Dansk sefarts historie IV, bls. 7-78. - Aðalgeir Krist-
jánsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson, „Félags- og hagþróun á íslandi ,
bls. 7-62.
tf Lovsamling for Island X, bls. 234-36,459-60.
^SAga
L