Saga - 2001, Page 118
116
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
undanþágur utanríkismanna (Norðmanna) frá lestagjöldum af
innflutningi timburs eða gera aðrar breytingar þar á. Loks skyldi
nefndin fjalla um breytingar eða afnám gildandi ákvæða um verð-
laun fyrir fiskveiðar, skipasmíðar og byggingar í kaupstöðunum.15
Tillögur Rentukammersins voru samþykktar með konungsúr-
skurði 26. mars 1834 og endanleg skipun nefndarinnar tilkynnt
með erindisbréfi 3. maí sama ár.16 í hana voru skipaðir Hans
Schack Knuth greifi, amtmaður í Prestoamti (formaður), Lorentz
Angel Krieger stiftamtmaður á Islandi og amtmaður í Suðuramti,
Andreas Sando 0rsted, háttsettur embættismaður í Kansellíi, Jens
Olaus Hansen, embættismaður í Rentukammeri (deildarstjóri í ís-
lenskum málefnum þar), og Lauritz Nicolai Hvidt, stórkaupmað-
ur og formaður Félags stórkaupmanna í Kaupmannahöfn, Bjarni
Þorsteinsson amtmaður og Thorkel Abraham Hoppe, ungur
starfsmaður í Rentukammeri.
Það var sameiginlegt með Knuth greifa og Hoppe að báðir
höfðu ferðast um ísland á vegum stjómarinnar. Sá fyrmefndi
hafði um skeið farið með íslandsmál sem deildarstjóri í Rentu-
kammeri en hinn síðarnefndi vann sig þar upp og varð seirrna
(1841—47) stiftamtmaður á íslandi. Krieger gegndi þessu embætti
þar á árunum 1829-36, með sóma að því er virðist. Orsted hafði
setið í verslunamefndinni 1816 og þekkti því vel til þeirra mála
sem nú átti að fjalla um auk þess sem harm var fjölmenntaður og
með yfirgripsmikla starfsreynslu. Hansen var að sjálfsögðu skip'
aður í nefndina vegna fyrmefndrar stöðu hans í Rentukammeri og
Hvidt vegna margvíslegrar þekkingar á verslunarmálum, enda
ekki talinn eiga beinna hagsmuna að gæta í íslensku versluninm-
Samkvæmt fyrrgreindum konungsúrskurði og erindisbréfi átti
Hoppe að vera ritari nefndarinnar, en þegar til kom annaðist
Bjami Þorsteinsson það ásamt öðmm nefndarstörfum og Hoppe
varð eins konar aðstoðarmaður hans.17 Bjarni hafði þannig ágæta
aðstöðu til að koma skoðunum sínum á framfæri og rökstyðja þ*r-
15 RA. Rtk. 2411,126. Relations og Resolutions Protokol 1834, A, nr. 83. Rtk-
til konungs 18. mars 1834 og konungsúrskurður 26. s.m. Sbr. útdrátt 1
Lovsamling for Island X, bls. 459-62.
16 Lovsamling for Island X, bls. 459-63,487-90.