Saga - 2001, Page 141
AÐFÖR EÐA NAUÐSYNLEG ENDURNÝJUN
139
við Háskóla íslands, tilnefnd af ráðherra og formaður hópsins,
Auður Pálsdóttir, landfræðingur og kermari við Árbæjarskóla, til-
nefnd af Kennarasambandi íslands og Félagi landfræðinga, Guð-
inundur Heiðar Frímannsson, heimspekingur og forstöðumaður
kennaradeildar Háskólans á Akureyri, tilnefndur af ráðherra,
Halla Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Fræðsludeild kirkjunnar, til-
nefnd af Þjóðkirkjunni, Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði við
Háskóla íslands, tilnefndur af ráðherra, Sigurður Ragnarsson,
sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann við Sund, tilnefnd-
Ur af Félagi sögukennara f.h. Hins íslenska kennarafélags og Þór-
unn Friðriksdóttir, félagsfræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla
Suðumesja, tilnefnd af Félagi félagsfræðikennara f.h. Hins ís-
lenska kennarafélags. Ýmsar mannabreytingar urðu í hópnum
áður en yfir lauk, bæði Halla og Pétur hættu og hurfu trúarbrögð-
m þar með af borði hópsins, Gunnar Harðarson, dósent í heim-
speki við Háskóla íslands kom í stað Guðmundar Heiðars,
Garðar Gíslason, félagsfræðingur og kennari við Menntaskólann
1 Köpavogi kom í stað Þórunnar, Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur og dósent í félagsfræði við Háskóla íslands, bættist í
hópinn en Anna, Sigurður og Auður sátu þar allan tímann. í
verkefnisstjóm voru Stefán Baldursson skrifstofustjóri og deildar-
stjórarnir Hörður Lámsson og Hrólfur Kjartansson en verkefnis-
stjóri var Jónmundur Guðmarsson, síðar aðstoðarmaður mennta-
oiálaráðherra. Faglegur umsjónarmaður með forvinnuhópi á
námssviði samfélagsfræða og trúarbragða var í fyrstu Baldur
higvi Jóhannsson heimspekingur, en haustið 1997 tók Þorsteinn
Helgason, sagnfræðingur og kennari, við.
hegar þetta átti sér stað í ársbyrjun 1997 hafði starfsemi Félags
sögukennara legið að miklu leyti niðri um hríð. Fyrirhuguð end-
urskoðun námskráa varð tilefni endurreisnar félagsins og var
endurreisnarfundurinn haldinn í Verzlunarskóla íslands 1. mars
að viðstöddum nítján sögukennurum. Fyrsta mál á dagskrá fund-
arins var endurskoðun námskránna og sagði Lóa Steinunn Krist-
jánsdóttir frá því sem komið hafði til kasta félagsins það sem af
var ári. Sigurður Ragnarsson hafði tekið að sér að sitja í forvinnu-
hópi fyrir hönd sögukennara og tveir sögukennarar höfðu sótt
hind á vegum menntamálaráðuneytisins í janúar. Ný stjórn
Hlagsins var valin og sat hún óbreytt næstu tvö ár. Það voru þau
Aðalheiður Steingrímsdóttir, Gunnar Þór Bjamason, Jens Baldurs-