Saga - 2001, Page 145
AÐFÖR EÐA NAUÐSYNLEG ENDURNÝJUN
143
úi. Bóknámsbrautir eru þrjár samkvæmt lögunum, tungumála-
braut, félagsfræðabraut og náttúrufræðabraut. Brautarkjami er
skilgreindur svo: „Brautarkjarni er skyldunám brautar. Þar eru
sérgreinar brautarinnar og námsgreinar sem stuðla að almennri
wenntun og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu. 10
Mönnum var ljóst að þar sem verið væri að minnka kjama til stúd-
entsprófs en stækka kjörsvið og auka svokallað frjálst val hlyti
eitthvað af niðurskurðinum að koma niður á sögu sem fram að
því hafði haft trausta stöðu sem kjarnagrein, almenn námsgrein
sem ætti jafnt erindi til allra. Því var nokkur uggur í mönnum
varðandi þetta. í janúar 1998 spurðist að forvinnuhópur í samfé-
lagsgreinum hefði að mestu gengið frá tillögum sínum varðandi
grunnskólann en ætti eftir að reka smiðshöggið á það sem varðaði
framhaldsskólann. Kennurum þótti líklegt að þar yrði gert ráð
fyrir níu einingum í sögu í kjama bóknámsbrauta. Sumum þótti
það lítið, einkum með tilliti til þeirra bekkjaskóla þar sem allir
nemendur hefðu sem svaraði tólf eininga námi í sögu að baki við
stúdentspróf, en öðrum fannst níu einingamar raunhæf krafa ef
tryggt væri að sagan hlyti slíkan sess á öllum bóknámsbrautum til
stúdentsprófs. í bæklingi menntamálaráðuneytisins sem dreift var
til allra landsins heimila í febrúar 1998 kom fram að á tungumála-
braut yrðu níu einingar í samfélagsfræði í kjama og þrjár á kjör-
sviði, eða tólf einingar bundnar í samfélagsfræði á þeirri braut,
níu á náttúrufræðabraut og fimmtíu og fjórar í kjama og á kjör-
sviði félagsfræðabrautar.11 Þar var einnig kynnt ný námsgrein, lífs-
leikni, sem skyldi kennd á báðum skólastigum. Eftir lýsingu
hennar að dæma var þar á ferð grein náskyld félagsfræði, áhersla
yrði lögð á réttindi og skyldur nemenda, fjármál, fjölskyldulíf, at-
vinnulíf, umhverfi, fíknivamir og fleira.12 Um svipað leyti héldu
Sagnfræðingafélagið og Félag sögukennara fund um málið þar
sem á fjórða tug fundargesta skoðaði glæný námskrárdrög, ræddi
samþættingu íslands- og mannkynssögu og fleira.13
Skýrsla forvinnuhópsins var fullbúin í mars. Hún var þá birt á
10 Sama heimild.
11 Ewi betri skóli (febrúar 1998), bls. 20.
12 Sama heimild, bls. 8.
13 Fundargerð Sagnfræðingafélagsins 28. febrúar 1998.