Saga - 2001, Side 146
144
MARGRÉT GESTSDÓTTIR
Netinu en var einnig dreift á aðalfundi Félags sögukennara sem
haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 18. apríl 1998. Þetta
er efnismikil skýrsla upp á 68 blaðsíður auk viðauka með ritaskrá
og greinargerðum frá kennurum greina sem ekki áttu fulltrúa í
forvinnuhópi, þ.e. viðskipta- og hagfræðigreina, sálfræði og upp-
eldisfræði. Margs konar fróðleik hafði verið safnað saman í skýrsl-
unni, sagt var frá kennsluháttum sem tíðkast hafa í samfélags-
fræði á íslandi, aðstæðum sem letja eða hvetja til breytinga, nýleg-
um námskrám í nokkrum löndum, hefðum og rökræðum og ótal-
mörgu öðru. Meðal nýmæla sem kynnt voru í skýrslunni og varða
sögu á grunnskólastigi var að frá 5. til 9. bekkjar yrðu landafræði
og saga sjálfstæðar greinar þótt einstakir kennarar gætu samþætt,
aukna áherslu skyldi leggja á að setja sögu íslands í alþjóðlegt
samhengi og ekki var gert ráð fyrir samræmdu prófi í sögu held-
ur í nýrri námsgrein, þjóðfélagsfræði. Nýmæli á framhaldsskóla-
stigi voru einkum þau að íslandssaga og mannkynssaga yrðu
samþættar í brautarkjarna á öllum stúdentsprófsbrautum, að auk
félagsfræði og sögu yrðu hagfræði, heimspeki, landafræði og sál-
fræði í brautarkjama félagsfræðabrautar og að þar yrði lítil rann-
sóknarritgerð skylduverkefni á lokastigi náms án þess að sérstak-
lega sé tekið fram í hvaða grein sú ritgerð skyldi unnin.14 Það
skyldi verða val nemenda.
Lýsing sögunáms í grunnskóla er nokkum veginn eins í hinni
endanlegu skýrslu forvinnuhópsins og drögum þeim sem sögu-
kennarar fengu að sjá snemmsumars 1997, að öðm leyti en því að
í skýrslunni em viðfangsefnin ævinlega valdir þættir úr sögu
ákveðinna tímabila, fremur en yfirferð um alla söguna. Enn sem
fyrr skal þó staldra við á öllum tímum, frá fomöld til nútímans.
Hið sama er að segja um sögu í framhaldsskólum, „rök sögunnar"
eru svipuð og áður en í skýrslunni eru einnig stuttar skilgreining-
ar eða áfangalýsingar í menningarsögu, félagssögu, hagsögu,
hugmyndasögu og vísindasögu. Um almenna sögu, kjamagrein á
öllum bóknámsbrautum, segir:
Saga er hluti brautarkjarna á öllum bóknámsbrautum til stúd-
entsprófs. Lagt er til að í þeim sögukjama, sem sameiginlegur er
á öllum brautum, verði saga kennd sem samþætt mannkyns- og
14 Markmið samfélagsgreina, bls. 5.