Saga - 2001, Page 184
182
HERMANN PÁLSSON
því djarfur, því að allt er áÖur skapað. Ekki kemur ófeigum í hel. Og
ekki máfeigum forða. íflótta erfall verst." 18
Hákoni gamla þótti svo mikið koma til þessarar ræðu Sverris afa
síns, sem hefur að geyma fimm hreystileg spakmæli, að hann vitn-
aði í hana í ávarpi til manna sinna áður en hann fór að Skúla her-
toga rétt fyrir páska árið 1240:
Hér eftir hvatti hann liðið og sagði þeim dæmisögu þá er Sverr-
ir konungur var vanur að hafa: Karl spurði son sinn: „Hversu
muntu duga, ef þú kemur í orrustu og veist þú víst að þar skaltu
deyja?" Karlsson svaraði: „Hvað mun þá tjá annað en berjast
sem fræknlegast og falla með sæmd?" „Nú væri svo," segir karl,
„að þú vissir víst að þú skyldir brott komast." Hann svarar:
„Mundi þá eigi höfuðnauðsyn að duga sem drengilegast?"19
Svo skráði Sturla Þórðarson, sem þekkti ekki einungis dæmisög-
una úr Sverris sögu heldur endursegir hann hana einnig í Hákon-
ar sögu gamla. Vitaskuld ber það vitni um lærdóm Gissurar að
hann beitir dæmisögu í því skyni að dengja menn sína til hreysti-
legrar framgöngu á Örlygsstöðum.
Draumar
Þótt Sturla Þórðarson henti mikið gaman að draumum, þá herm-
ir hann ekki hvað bar fyrir nafna hans Sighvatsson nóttina fyrir
Örlygsstaðabardaga, en gefur þó í skyn að ekki hafi verið vel
dreymt: „Sturla vaknaði þá er skammt var sól farin. Hann settist
upp og var sveittur um andlitið. Hann strauk fast hendinni um
kinnina og mælti: Ekki er mark að draumum." Einsætt er að Sturlu
hefur dreymt fyrir ósigri sínum og jafnvel dauða, en með því að
rengja drauminn reynir hann að draga úr áhrifum hans. I Gunn-
laugs sögu ormstungu dreymir Þorstein á Borg mikinn draum og
18 Sverris saga, bls. 50. - Löngum þótti sjálfsagt að nema hagnýtan fróðleik af
dæmum, hvort sem um var að ræða helberar skröksögur af dýrum og g°ð'
verum eða sannar sögur af raunverulegum atburðum. „Hinn göfugash
maður, sá er var gamall og vitur, var kallaður konungs ráðgjafi, sem í þa^
mund var konungum títt að hafa með sér gamla spekinga til þess að vita
foma siðu og dæmi sinna foreldra", Fagrskinna, bls. 300; sjá einnig Mork-
inskinnu, bls. 289.
19 Hákonar saga, bls. 284-85.