Saga - 2001, Page 186
184
HERMANN PÁLSSON
Sturla Þórðarson á sínum stað.21 Á hinu getur lítill vafi leikið að
Sverris saga hlýtur að hafa verið ein af þeim ritum sem Hákon
kynntist þegar í æsku. Hann var settur til bókar átta vetra að aldri,
en rétt um það leyti andaðist Karl Jónsson ábóti á Þingeyrum og
höfundur Sverris sögu. Þá mun hún hafa verið fullrituð, hvort
sem Karl hefur gengið frá henni sjálfur eða einhver annar. Hákon
fæddist að föður sínum látnum og óx upp með Birkibeinum og
nánustu niðjum Sverris. Hér er þarflaust að spyrja að sökum: með
slíku fólki hefur Sverris saga verið í hávegum höfð, enda gætir
áhrifa hennar í fari Hákonar gamla.
Hákon hefur tekið afa sinn að ýmsu leyti til fyrirmyndar, enda
voru tilteknir hlutir svipaðir með þeim, þessum tveim munaðar-
leysingjum sem urðu einvaldsherrar yfir Noregi öllum. Þótt Há-
kon hefði mikið dálæti á frönskum riddarasögum, þá hefur hugur
hans vafalaust staðið öllu meir til þeirra konungasagna sem fjöll-
uðu um forfeður hans og forvera.
Konungs skuggsjá felur í sér ýmsar ófagrar hugmyndir, sem
koma illa heim við hugsjónir hins foma goðaveldis á Islandi, en
þó mun Sverris saga sennilega vera einna mest siðspillandi af öll-
um norrænum fomritum; slíku veldur einkum ofstæki og ósvífni
söguhetjunnar. Sverrir setur sér ungum það markmið að verða
einvaldur yfir Noregi, og stefnir þangað af miskunnarleysi og fá-
dæma hörku. Ræður hans flytja magnaðar og strangar kenningar
og skýra valdadrauma hans svo berlega að um þær verður ekki ef-
ast. Hann sölsar ríkið undir sig, ekki einungis með oddi og eggju,
heldur einnig með orðum og áróðri. Sennilegt má telja að Sverris
saga hafi átt óbeinan þátt - og þó drýgri en hægt sé að gera sér
grein fyrir - í sjálfstæðistapi íslendinga, enda var Hákon gamli
ekki eini aðdáandi Sverris sem þar kom við sögu, heldur mun ætt-
arhroki Gissurar Þorvaldssonar einnig hafa verið innblásinn af
kenningum Sverris og afrekum.
Vafalítið mun Gissur hafa alist upp við þá vitneskju frá blautu
bamsbeini að hann væri skyldur norskum kommgum. Langafi
hans Jón Loftsson (d. 1197) var dóttursonur Magnúsar berfætts
(d. 1103), sem var einnig föðurafi Sverris konungs (d. 1202). Seint
á tólftu öld, þegar Sverrir situr á konungsstóli, orti óþekkt skáld
21 Hákonar saga, bls. 457.