Saga - 2001, Síða 195
Á ÖRLYGSSTÖÐUM
193
í hendi er Stjarna hét.3S Hann hélt um skaftið fyrir neðan augað og
sneri frá sér egginni, en veifði skaftinu.
Maður mælti til hans, sá er gekk úr kvínni: ,Gakktu eigi þar
fram, Sighvatur, þar eru óvinir fyrir/
Hann svarar engu og gekk sem áður.
Þorvarður úr Saurbæ gekk með honum og Sighvatur Rrmólfs-
son og Sámur, húskarl hans Þorvarðs.
Arni Auðunarson gekk fram með Sighvati og hjó til beggja
handa.
Kolbeins menn spurðu hví hann léti svo, lítil maður og gam-
alL
,Eg ætla mér ekki á braut/ sagði hann.
Þeir Sighvatr fjórir féllu suðr af gerðinu.
Þá kom að Bjöm Leifsson úr Ási ok skaut skildi yfir Sighvat,
en studdi höndum að höfði honum, því at hartn var þrotinn af
mœði, en lítt sár eða ekki.
Þá kom Kolbeinn ungi að og spurði: ,Hver húkir þar undir
garðinum?'
,Sighvatur/ sögðu þeir. ,Hví drepið þér hann eigi?' sagði Kol-
beinn.
,Því, að Bjöm hlífir honum/ sögðu þeir.
,Drepið þér hann þá fyrst/ sagði Kolbeirtn.
björn hrökk þá í brott þaðan.
Kolbeinn lagði til Sighvats með spjóti þar er mœttist hálsinn
°g herðamar, og varð það lítið sár, því að oddurinn var af spjót-
lnu- Sighvatur mælti: ,Höfumst orð við'39 - þér munuð nú ráða
skiptum vorum.'
Þá hljóp að Einar dragi og hjó í höfuð Sighvati, og var það
œrið banasár, en þó unnu fleiri menn á honum.
Þetta er einmitt öxin sem notuð er til að drepa tvo syni Sighvats og fjóra
menn aðra eftir að orrustu lauk.
Sighvatur var ræðinn maður og orðfimur; honum þótti gaman að spjalla
við menn, rétt eins og Sturla Þórðarson gerir ljóst á ýmsum stöðum í
íslendinga sögu. E.t.v. hefur Sighvatur minnst fornrar vináttu þeirra Kol-
Þeins. Þetta er ekki eina dæmið í fomritum af bráðfeigum manni sem beið-
,st orðaskipta. Skal fyrst rifja upp efstu bón Snorra Þorvaldssonar í Hunda-
dal, sem getið var hér að framan: „Högg þú mig eigi, eg vil tala nokkuð
áður," segir hann við Hermund böðul sinn. Hitt skiptir þó ekki síður máli
13-saga